Met fjöldi lífsverndarsinna ganga til stuðnings lífs fyrir fæðingu

Þúsundir mættu í kröfugöngur í Denver og Chicago til að mótmæla fóstureyðingum.
Göngurnar eru hluti af alþjóðlegu átaki til að vekja athygli á að yfir 600.000 þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar í Bandaríkjunum á hverju ári.
9.000 manns tóku þátt í "ganga fyrir lífið" í Chicago í Illinois sem hafði þemað „Life Empowers: Pro-Life is Pro-Woman!“ (sem útleggst "Lífið gefur kraft: ófætt líf er verðandi kona".
Sá sem fór fyrir göngunni Dawn Fitzpatrick, stjórnarformaður "ganga fyrir líf í Chicago sagði við Chicago Tripune, „Það eru fleiri í Illinois og miðvesturlöndunum sem viðurkenna hversu brýnt þetta er. Við viðurkennum að manneskja er til allt frá því að getnaður á sér stað."
Yfir 8.000 manns komu saman í gönguna; "Celebrate Life rally" - "áttak til að fagna lífinu" í Denver í Colorado og bar fólk skilti sem á stóð: „Borgaraleg réttindi byrja í móðurkviði“ og „Ég er kynslóð þeirra ófæddu“ (I am the pro-life generation).
Var þátttakendum gefinn kostur á að skrifa undir beiðni til að krefjast atkvæðagreiðslu í Colorado árið 2020, sem hefur það að markmiði að að vernda ófædd börn með því að binda enda á fóstureyðingar seint á meðgöngu.
með frumkvæði 120 einstaklinga mætti fá lögum breitt þannig að ef læknir framkvæmir fóstureyðingu eftir 22 viku meðgöngu verði læknisleyfi hans afturkallað í amk þrjú ár nema í tilvikum þar sem líf móðurinnar er í hættu.
Samkvæmt Charlotte Lozier-stofnuninni, rannsóknarhópi um ófætt líf, voru árið 2018 gerðar 323 fóstureyðingar í Colorado á 21 viku meðgöngu eða síðar. Lífslíkur barna fædd eftir 22 vikur hafa tvöfaldast á undanförnum áratug sem krefst þess að gefnar verði nýjar leiðbeiningar í Bretlandi, sem gera læknum kleift að reyna að bjarga börnum sem fæðast allt niður í 22 vik á meðgöngu.
Colorado varð fyrsta ríkið sem leyfði fóstureyðingar í afmörkuðum tilvikum árið 1967. Sem stendur hefur ríkið engar takmarkanir á því hvenær hægt er að framkvæma fóstureyðingu og hafa talsmenn fóstureyðingasinna þrýst á að halda því þannig. þeir sem framkvæma fóstureyðingar í ríkinu þurfa ekki að veita móður umönnun eftir fóstureyðingu og ekki þarf samþykki foreldra barnungra mæðra sem óska eftir fóstureyðingu.
Meðal ræðumanna í göngunni var erkibiskupinn Samuel J. Aquila, sem deildi því hvernig reynsla hans af því að vinna á sjúkrahúsi sem háskólanemi og sjá börn sem eytt hafði verið í fóstureyðingu, breytti lífi hans.
Mæting á viðburði um allan heim fyrir hinum ófæddu hefur einnig aukist á undanförnum árum. Árið 2019 hvöttu yfir 50.000 Slóvakar leiðtoga landsins til að vernda ófædd börn. Viðburðir til stuðnings á lífinu á Norður-Írlandi náðu til yfir 20.000 manns, yfir 11.000 gengu til lífs í Hollandi, yfir 5.000 manns gengu til lífs í Bretlandi og yfir 2.000 manns sóttu Mars for Life í Nýja-Sjálandi.

Stytt útgáfa af frétt sem birtist á Right til Life UK 15. Janúar 2020.
Steindór Sigursteinsson


mbl.is Kvíðavaldandi að þurfa samþykki fyrir þungunarrofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband