Jón Valur Jensson - minning

     Í dag 16. janúar var jarđsettur hinn mikli kennimađur Jón Valur Jensson guđfrćđingur, ćttfrćđingur og fyrrverandi prófarkalesari hjá Morgunblađinu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Var hann einn af bestu bloggurum hér á moggablogginu, ötull baráttumađur fyrir réttindum ófćddra barna í móđurkviđi og fyrir kristnum gildum í landinu og ásamt ţáttöku í pólitísku umrćđunni sem varđađi hag vors lands og okkur íslendinga ásamt fleiru. Var hann undirrituđum vel kunnur vegna ţáttöku undirritađs í Kristnum Stjórnmálasamtökum sem Jón heitinn var í forsvari fyrir.
     Finnst mér mikill missir af bloggvini mínum sem var mér sem vinur og samstarfsfélagi ţví Jón uppörvađi mig og hrósađi mér ţegar viđ átti ţegar ég sendi inn blogg á Kristbloggiđ eđa á mína eigin bloggsíđu. Mun ég sakna hans góđu ráđlegginga og starfs hans innan Kristilegu Stjórnmálasamtakana sem hafa vaxiđ nokkuđ hin síđari ár. Erum viđ eitthvađ yfir 20 eftir andlát hans.
     Skilur Jón eftir eftir sig stórt skarđ sem erfitt er ađ fylla enda mikill og víđlesinn frćđimađur. Ţađ er skođun mín ađ viđ séum fátćkari eftir andlát hans. Umrćđan í blogginu og í ţjóđfélagsumrćđinni verđur einsleitari. Er mikill missir af manni jafn lendum í ríki sannleikans ţví Jón heitinn var ötull talsmađur sannleikans Guđs orđs og varnarmađur ófćddra.  Fallin er nú frá góđur drengur.

Drottinn styrki fjölskyldu hans. Blessuđ sé minning Jóns Vals.


Bloggfćrslur 16. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband