Ekki ætti að innleiða lög um dánaraðstoð hér á landi

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, ræddi um dán­araðstoð á Alþingi 20. september sl. und­ir liðnum störf þings­ins. Lagði hún fram spurninguna hvort dán­araðstoð sé rétt­læt­an­leg þegar fólk glím­ir við langvar­andi og ólækn­andi sjúk­dóma.

Ég verð að segja að dánar­aðstoð, öðru nafni líknar­dráp, stríðir gegn gegn öllu því sem ég tel vera rétt og samkvæmt góðu siðferði. Í boðorðunum 10 stendur: “þú skalt ekki morð fremja”. 2 Mósebók 20,13.

Með innleiðingu laga um líknardráp væri verið að lækka þann siðferðisstuðul sem snýr að virðingu fyrir lífinu sjálfu, að enginn skuli hafa vald til þess að stytta líf sitt eða að læknir geti aðstoðað einstakling til þess að deyja.

Læknum ætti ekki að vera gefið það vald að deyða sjúklinga sína, óski sjúklingarnir eftir því. Hlutverk læknis er að líkna og græða hina sjúku, ekki ætti að skikka lækna eða hjúkrunarfólk með lagasetningu til að ganga gegn þessu hlutverki sínu.

Lítil umræða hefur farið fram um dánaraðstoð hér á landi, þar sem lækni er heimilt að hjálpa sjúklingi sem glímir við ólækn­andi sjúkdóm að binda enda í líf sitt. Mörgum er kunnugt um líknardeild Landspítalans í Kópavogi sem hægt er að segja að veiti dauðvona sjúklingum sínum líkn og umhyggju með hjálp verkjalyfja og með góðri aðstöðu fyrir aðstandendur til að vera með viðkomandi þegar ævilokin nálgast. Það fyrirkomulag er þakkarvert og til fyrirmyndar.

Líknardráp þykja ekki sjálfsögð almennt séð í Evrópu, því mörg siðferðileg álitamál koma upp þegar málið er skoðað niður í kjölinn. Eitt af þeim er að með lagasetningu sem heimilar líkardráp geta mál þróast svo að umrædd lagasetning verði útvíkkuð til að koma til móts við fleiri en dauðvona sjúklinga. En það er einmitt það sem gerðist í Belgíu. Líkn­ar­dráp voru lög­leidd í Belg­íu árið 2002. Þar er ætlast til að tveir óháðir læknar staðfesti nauðsyn dánaraðstoðar í sérhverju tilfelli. Reynslar sýnir að það er í reynd engin trygging fyrir sjálfstæðu mati. hefur framkvæmd laganna færst í átt til víðrar túlkunar og gefa eftirfarandi dæmi innsýn í hvernig því er háttað:

Fyrir nokkru var 45 ára gömlum tvíburabræðrum veitt dánaraðstoð að eigin ósk vegna blindu.
44 ára gömul kona með króníska anórexíu fékk dánaraðstoð og 64 ára gömul kona með krónískt þunglyndi var líflátin að eign ósk, án þess að ástæða þætti til að láta aðstandendur vita.

Samkvæmt frétt á Mbl.is 2. júlí 2015 kemur fram að belg­ísk­ir lækn­ar hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að 24 ára göm­ul kona sem hef­ur þjáðst af þung­lyndi frá barnæsku hafi rétt til að binda enda á líf sitt. Þarna hefur hvað leitt af öðru og löggjöf sem fyrst um sinn heimilaði aðeins líknardráp dauðvona fólks hefur þarna verið svo útvíkkuð að jafnvel ungu fólki með þunglyndi er heimilað að binda enda á líf sitt. Nýlega hafa umræður á meðal stjórnmálamanna í Belgíu um það hvort foreldrar eigi að hafa rétt á að veita langveikum eða þroskahömluðum börnum sínum dánaraðstoð.

Fólk hlýtur að geta sammælst um að þessi þróun sé ekki æskileg hér á landi.


Með innleiðingu umræddra laga þá mundi virðing fyrir lífinu á einhvern hátt hraka og freistandi væri fyrir gamalt fólk að fá að stytta líf sitt, jafnvel þótt það eigi marga mánuði eða jafnvel nokkur ár eftir af æfi sinni. Gæti það jafnvel verið vegna lélegs aðbúnaðar sem viðkomandi byggi við eða vegna stolts sem oft einkennir gamalt fólk, þegar viðkomandi hefur samviskubit vegna erfiðleika sem aðstandendur hafa vegna umönnunar þeirra o.fl.

Margt dauðvona fólk t.d. sem haldið er ólæknandi krabbameini metur lífið sem það á eftir afar mikils og því finnst hver dagur sem það fær að lifa dýrmætur.

Steindór Sigursteinsson

https://www.mercatornet.com/articles/view/how_legal_euthanasia_changed_belgium_for_ever
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2212659/


mbl.is Minntist á málþing um dánaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband