Múslimar djúpt snortnir eftir að kristnir koptar gera hið ólýsanlega. Kristileg viðbrögð í tengslum við ISIS árás hafa áhrif á samfélag Egypta

JAYSON CASPER í CAIRO | 20. APRÍL 2017
Tólf sekúndna þögn er sem óþægileg eilífð í sjónvarpi. Amr Adeeb, sem er einn mest áberandi spjallþátta þulur í Egyptalandi, hallaði sér áfram þegar hann leitaði að svari.

"Koptar í Egyptalandi ... eru úr stáli!" Sagði hann að lokum.

Augnabliki seinna var Adeeb að horfa á samstarfsmann í látlausu heimili í Alexandríu tala við ekkju Naseem Faheem, öryggisvarðar hjá dómkirkjunni St Marks á Miðjarðarhafsströndinni.

Á Pálmasunnudag, vísaði vörðurinn sjálfsmorðs sprengjumanninum frá þegar hann kom að málmleitartækinu, þar sprengdi hryðjuverkamaðurinn sig í loft upp. Var hann sennilega sá fyrsti sem dó í sprengingunni, og með því bjargaði Faheem lífi tuga fólks innan kirkjunnar.

"Ég er ekki reiður við þann sem gerði þetta," sagði konan hans, með börnin sér við hlið. "Ég er að segja honum," Megi Guð fyrirgefa þér, og við fyrirgefum þér líka. Trúðu mér, við fyrirgefum þér."

"Þú setur manninn minn á stað sem ég gat ekki dreymt um.""

Undrandi, vafðist Adeeb tunga um tönn þegar hann talaði um að Koptar hefðu þurft að þola grimmdarverk í hundruðir ára, en gátu ekki komist undan Mið Austurlanda hneykslinu.

"Hversu mikil er þessi fyrirgefning sem þú hefur sýnt!" Rödd hans brást. "Ef þetta væri faðir minn, gæti ég aldrei sagt þetta. En þetta er trú þeirra og trúarleg sannfæring. "

Milljónir undruðust með honum á öldum ljósvakans í Egyptalandi.

Það gerðu einnig milljónir Kopta, sem nýlega enduruppgvötvuðu fornu arfleifð sína, samkvæmt Ramez Atallah, forseta Biblíufélagsins í Egyptalandi, sem textaði og endurvann gervihnatta sjónvarps myndbandið.

"Í sögu og menningu Kopta er mikið kennt um píslarvætti," sagði hann við CT (Christianity Today). "En þar til Líbýa lét til skarar skríða var það aðeins í kennslubókum, en þó djúpt innrætt."

Íslamska ríkið í Líbýu rændi og afhöfðaði 21 manns sem voru að mestu kristnir Koptar í febrúar 2015. CT tilkynnti áður um skilaboð um fyrirgefningu sem gefin voru út af fjölskyldum þeirra og vitnisburð þeirra.

"Síðan þá hafa verið hugarfarsleg umskipti," sagði Atallah. "Forfeður okkar lifðu eftir og trúðu þessum boðskap, en við þurftum þess aldrei."

Koptar miða helgisiða dagatal sitt við árið 284 e.Kr, þegar ofsóknir gegn þeim hófust af hendi Rómverja undir stjórn Diocletian. Erfiðleikar vegna heiðinna og múslimskra landstjóra hafa komið og farið í gegnum tímans rás, en í páskaávarpi sínu hrósaði Tawadros Páfi koptísku rétttrúnaðarkirkjunni og sagði hana vera "kirkju píslarvottanna."

Sagan endurtók sig með hefnd árið 2010, þegar "Kirkja Tveggja Heilagra" í Alexandríu var sprengd í loft upp á gamlársdag. Streymdu þá Koptar út á göturnar í reiði, í aðdraganda arabíska vorsins. Á næstu mánuðum fylktu múslimar kringum þau og vörðu kirkjurnar.

Næstum sjö árum síðar er þjóðin orðið þreytt. Í sjálfsmorðsárásunum tveimur á Pálmasunnudag voru meira en 45 manns drepnir og er það önnur ISIS árásin á kristna helgidóma á fimm mánuðuðum. Tuttugu og níu manns voru drepnir í sjálfsmorðs sprengjuárás í Papal-dómkirkjunni í Kaíró í desember. Í sömu viku og þessi frétt var rituð réðst ISIS á klaustrið fræga St Catherine á suðurhluta Sínaí skagans.

Allir þrjár kristnu kirkjudeildirnar aflýstu páskadags hátíðum sínum og rétttrúnaðarkirkjan frestaði móttöku samúðarkerta. Ríkið lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og hélt páskaguðþjónustu fyrir slasaða á hersjúkrahúsi. Margir múslimar brugðust við með áfalli og sýndu samúð.

En á meðan merki um þjóðarsamstöðu sjást stundum á almenningsstöðum, virðist sýnilegt útstreymi samstöðu miklu minna.

Andrúmsloftið hefur breyst, sagði Amro Ali, músliskur aðstoðarmaður prófessors í félagsfræði við "Ameríska Háskólann" í Kaíró (AUC).

Þessi frétt er þýdd af Steindóri Sigursteinssyni af heimasíðu Christianity Today.
http://www.christianitytoday.com/ct/2017/april-web-only/forgiveness-muslims-moved-coptic-christians-egypt-isis.html
Sjá einnig myndband með viðtali við ekkju Naseem Faheem öryggisvarðar:
https://vimeo.com/212755977?ref=fb-share&1

 


mbl.is Ekkert ofbeldi í guðs nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband