Ríkisútvarpið á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarpsefni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól

Fjöldinn allur af fólki er vægast sagt mjög ósátt við að RUV sýndi myndina Þrestir á föstudaginn langa án þess að merki væru um það í útsendingu að myndin væri ekki við hæfi ungra barna. Í myndinni voru atriði sem ekki áttu erindi við börn innan 12 ára aldurs, þ.á.m. atriði sem sýnir nauðgun á drukkinni stúlku.
Einn sjónvarpsáhorfandi sagði í athugasemd við frétt á Visir.is sem fjallaði um þetta:

"Ég er alveg miður mín að hafa treyst RUV og leyft börnunum mínum að horfa á Þresti þar sem þau sáu hópnauðgun og misnotkun, yngsta barnið 11 ára og leið mjög illa eftir myndina. Ég hefði viljað fá viðvörun. Mér er ekki skemmt".

Kvikmyndin, sem sýnd var að kvöldi föstudagsins langa klukkan 21:20, segir frá unglingnum Ara sem sendur er vestur á firði til að búa hjá föður sínum. Annar sjónvarpsáhorfandi tjáði sig svo í athugasemd:

"Ég hætti að horfa í miðri mynd, hafði ekki löngun til að horfa á misnotkun á ungum dreng, heyrði síðan af framhaldinu sem ekki hljómaði vel. Mér finnst alger skömm af því að sína hana og engin umræða hefur verið um hana hingað til,ég er hissa á því, hefði hún verið meiri ef misnotkunin hefði verið framin af karlmanni."

Á vef Kvikmyndaskoðunar kemur fram að myndin er bönnuð innan 12 ára á grundvelli ofbeldis, kynlífs og ljóts orðbragðs. Í 28. grein fjölmiðlalaga segir að ekki sé heimilt að miðla efni í línulegri dagskrá sem ekki er talið við hæfi barna eftir klukkan 22 á föstudags- og laugardagskvöldum, að því tilskildu að á undan því sé birt skýr viðvörun og það sé auðkennt með sjónrænu merki.

Þetta gengur út yfir allan þjófabálk: siðferðishrunið í Sjónvarpinu og ósvífið inngrip í líf viðkvæmra barna sem fengu enga viðvörun, ekki frekar en foreldrar þeirra, gegn þessari siðspillingamynd í Sjónvarpinu á föstudaginn langa! Er undirritaður ásamt fjölda fólks sem tjáð hefur sig á netinu ósáttur við að RUV sýni klám og fer niður í mestu lágkúru og ómenningu sem hugsast getur á föstudaginn langa. Það er ekki boðlegt að RUV geti ekki haft sjónvarpsefni sem er viðeigandi á föstudaginn langa. Auðvitað á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarps efni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól að minnsta kosti.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Messa og tónleikar á skíðasvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband