Í fótspor Jesú – endurbirt grein úr Aftureldingu 1. maí 1939

    “Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var”. Fil. 2, 5. Þegar við hugsum um þessi orð Jesú:
    “Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp krossinn daglega og fylgi mér”. Lúk. 9, 23 , þá megum við oft viðurkenna veikleika okkar. Við lesum um umhyggju Jesú og kærleika til syndara, og þegar hann hefir sagt, að við skyldum feta í fótspor hans, þá vill hann einnig, að við séum með sama hugarfari, sem hann, gagnvart þeim, sem eru í neyð syndarinnar. Við getum spurt okkur sjálf: Höfum við það? Og ef svo er ekki, skiljum við þá og viðurkennum í hjörtum okkar, hver ástæðan er fyrir því. Gerum yið þetta, munum við fyrir Guðs kraft og handleiðlslu fá sigur. Við þurfum að vera helguð Guði, til þess að geta borið þann kœrleika til syndara, sem Jesús vill að við berum. Ef við ekki gerum það, verður hann að hreinsa okkur með sinni agandi hönd, því aðeins þegar við erum honum hlýðin, þá hljótum við bæði auðmýktina og blessunina. Við fáum vitnisburðinn í okkur sjálfum og finnum, að Jesús býr í hjörtum vorum. Þetta getur kostað baráttu og. stríð, en við skiljum, að auðmjúkum veitir hann náð, og þá fær Guð líka að leggja neyð og kærleika niður í hjörtu okkar fyrir þeim, sem ganga veg syndarinnar. En við verðum að vita, að í okkur sjálfum erum við ekkert. Við verðum ætíð að vera undir leiðslu Andans, og okkar eigin innri maður hvern dag að vera krossfestur með Jesú. Það er undursamlegt, þegar Jeaús fær að leiða og skapa slíkan kærleika í einu syndugu mannshjarta.

    Þegar Guð hefir fengið að leggja slíkan, kærleika niður í hjörtu okkar, þá gefur hann okkur einnig leiðbeiningu til að vinna fyrir hann. Gerum við það? Ekki getum við öll verið prédikarar og unnið fyrir Drottinn á þann hátt. En Guð getur notað okkur, hvar sem við erum og hvað sem við gerum, ef hann aðeins fær okkur undir vilja sinn. Það er í okkar daglega lífi, sem hann vill nota okkur, sérstaklega á meðal þeirra, sem við umgöngumst. Þar skal vitnað um að við eigum þetta undursamlega líf í Guði. Ekkert talar jafn skírt til hinna ófrelsuðu, sem það, þegar við, Guðs börn, virkilega erum helguð Guði og lifum sigrandi lífi í samfélaginu við hann. Þeir líta til okkar og taka eftir jafnvel því minnsta. Til þess hafa þeir líka fullkominn rétt. Þeir spyrja eftir sönnum kristindómi í öllum okkar orðum og verkum. Við höfum því öll, Guðs börn mikið verksvið í víngarði Drottins. En erum við þar nægilega á verði? Höfum við nógan kærleika? Þegar við mætum á vegi okkar einum af þeim, sem liggur undir lastavaldi syndarinnar. Hvað gerum, við þá? Dæmum við hann, eða finnum við hið góða hjá honum og tölum við hann í kærleika? Eigum við annríkt með að biðja fyrir honum, eða frekar við að sjá galla hans, þá verður hann beiskur, sem leitt getur til algerðrar forherðingar. Aftur á, móti, ef við tölum við hann með hugarfari Krists, munum við fremur vinna hann fyrir Drottin.

    Hið áhrifaríkasta gagnvart slíkum mönnum er. að við mætum þeim með þeirri hugsun og bæn að finna hið góða hjá þeim og um leið benda þeim á að í Guði geti þeir fengið sigur yfir sínu synduga lífi. Víð erum, öll dýrkeyptar sálir fyrir Guði, og við vitum ekki, hvað býr í einni slíkri sál, en ég er viss um, að oft býr þar löngun eftir að yfirgefa hið gamla líf. En svo kemur freistarinn og telur þeim trú um, að það sé svo afar erfitt að snúa við. Þeir óttast heiminn, er hann lítur þá dæmandi augum. Þegar við tölum við þessa menn, verðum við ætíð að hafa það hugfast, að þeir eru andlega blindir. Þegar svo er, megum við ekki dæma þá„ Minnumst þess, sem Jesús sagði, þegar komið var með hina syndugu konu til hans. Jóh. 8: 7—11.

    Það er létt að bera kærleika til þeirra, sem gera okkur gott, eða sem við lítið erum með, en það er erfiðara að bera kærleika til, þeirra, sem við daglega erum með, og sem ef til vill baktala okkur og annað verra. Hvernig er afstaða okkar til þeirra? Elskum við þá? Biðjum við fyrir þeim? Ó, hversu við þurfum kærleika og vísdóm frá Guði, til, þess að á hverju augnabliki að vera hógvær, og elska ekki með orðum eða tungu, heldur í verki og sannleika. Þeir, sem eru oss vinveittir, eru eðlilega undrandi yfir að við skulum þrá, og elska þá, sem standa á móti okkur. Við verðum að vera vakandi og rannsakandi okkur sjálf, hvort við höfum ávextí Andans í lífi okkar. Daglega megum við vænta kraftar frá, lífsuppsprettunni, frá honum, sem er kærleikur, og er við heyrum hina aðvarandi rödd Andans og hlýðum leiðbeiningum hans, munum við sjá, að við getum sigrað. Guði sé lof og dýrð! Ó, mættum við öll vera tendruð af eldi kærleikans, svo ekki fengi rúm hjá oss einn neisti frá heiminum! Þá getum við mætt hinni hörðustu mótspyrnu, þá gætum við sáð kærleika umhverfis okkur, jafnvel þó við mætum hinu bitrasta hatri. Ó, að kærleiki Krists mætti í okkur yfirgnæfa allt hið illa, sem mætir okkur í heiminum! Það er margt, sem mætir okkur, sem okkur tekur sárt. Við hryggjumst oft yfir lífi vina vorra og erum misskilin af þeim, svo þeir jafnvel forsmá okkur. Já, það er sárt. En hlýðum á rödd Andans: “Elskið þá, biðjið fyrir þeim”. Biðjum Guð að gefa okkur meðaumkun með þeim, og hugsum um, að við sjálf ekki forsmáum neinn. Við skulum ekki vera upptekin við að líta á aðra, en við skulum líta á Jesúm Krist, já, hverja stund, þá mun gleði og lofsöngur fylgja okkur á leið vorri, jafnvel þó vegurinn liggi gegnum marga erfiðleika og hina sárustu þyrna. Við höfum nóg í honum einum, honum aleinum og hann lítur til hjartnanna. Þökkum Guði, þegar við finnum okkur í þeirri afstöðu, að við aldrei viljum nema staðar á göngunni með Jesú, en við ætíð viljum keppa lengra fram, eftir meiri helgun — meira ljósi, og þegar okkur sýnist verða svo lítill sigur, verður sorg í hjörtum vorum en það er heilög sorg, heilög þrá, sem hvetur okkur til sigrandi lífs með Jesú, honum, sem gerir okkur sterk.

    Ó, það er undursamlegt að ganga í skóla Andans! Það er dýrlegt að vera undir ögun Drottins, svo hann fær að fylla okkur meira og meira með sínu yfirfljótanlega lífi! Það er undursamlegt að sitja við fætur Jesú og hlusta á, hvað hann hefir að tala til hjartna vorra! Verum við krossinn, þvi þar fáum við þann kraft sem við þörfnumst fyrir hverja stund. Ó, hve við megum lofa Guð, við sem höfum fengið hlut í hinni. miklu náð! Kæru vinir, látum okkur ætíð vera á verði, svo okkar kæri Frelsari megi verða dýrlegur í lífi okkar, og sálir manna dragist til Guðs.

S. V.


mbl.is „Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband