Skorið á böndin

    Nokkrir fiskimenn voru úti á hafi að veiða fisk.  Þegar þeir voru búnir að leggja netin, vörpuðu þeir akkerum í vík einni.  Fljótlega veittu þeir því athygli, að báturinn byrjaði að hreyfast.  Hraðar og hraðar rann hann áfram í áttina að skeri, sem var umlukt af fjölda hættulegra blindskerja.  Þeir skildu nú, að stórfiskur — hvalur — hafði komist í akkerisfestina og dró þá nú með sér út í opinn dauðann.

    Hvað áttu þeir til bragðs að taka?  Ekki var nein leið að höndla hvalinn.  Einasta björgunin var, að skera á festina.  Með nokkrum erfiðismunum heppnaðist þó þetta, og þeir sneru nú öruggir til lands.

   Þetta er mynd upp á það, sem oft kemur fyrir í lífinu.  Þegar við álítum okkur óhult, hrífumst við allt í einu af einhverju, verðum eins og tekin til fanga, og drögumst nær og nær tímanlegri og eilífri glötun.  Einhver lokkandi villa eða syndavani, slæm lund, léttúð, slæmur félagsskapur o.fl. o.fl. heldur okkur fjötruðum og dregur okkur fet fyrir fet nær grunninu.

    Ó , skerðu á böndin! Skildu þig frá öllu, sem freistar.  Og ger það nú þegar. öll bið er hættuleg. Því nær sem þú kemur að grunninu, þess vísari glötunin."

Afturelding 1. mars 1967.


mbl.is Er einkvæni náttúrulegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband