Seg falleg orð við meðbræðurna

 

  Einn af biskupum Englands sagði frá eftirfarandi í opinberri samkomu:  

    Ég hef mörgum sinnum undrazt yfir að sjá, hversu lítið þarf til að vinna sálir fyrir Guð.  Fyrir nokkru var ég í heimsókn hjá einum vina minna.  Þegar ég var að stíga út úr bílnum, sem ók mér til vinar míns, gekk bílstjórinn út og opnaði bílinn fyrir mig.  Er ég hafði borgað honum hið tilskylda gjald fyrir aksturinn, tók ég um hönd hans og sagði:

    — Verið þér sælir, ég vona að ég fái að mæta yður í eilífðinni.

    Mörgum sinnum hef ég breytt á líkan hátt, að segja orð frá Guðs bók eða annað þvílíkt við menn og konur, sem ég hef verið með.  Ég hugsaði ekki meira um þetta tækifæri, fór inn í húsið, heilsaði upp á vin minn og hélt síðan til herbergis míns.  Einum klukkutíma síðar er drepið á dyr mínar.  Það var gestgjafi minn. Hann sagði:

    — Bílstjórinn, sem keyrði þig hingað stendur útifyrir húsinu hér og óskar eftir viðtali við þig.  Ég bað hann að bíða til morguns, en hann segir, að hann verði hiklaust að ná tali af þér nú í dag.

    Auðvitað fékk hann að koma inn til mín, og þegar hann stóð fyrir framan mig, blikuðu tár í augum hans. Hann sagði:

    — Ef ég á að mæta yður í eilífðinni, þá verð ég að gerast annar maður en ég er nú. Viljið þér gera svo vel að biðja fyrir mér.

    Hvílík gleði var það fyrir mig að biðja með þessum manni og vísa honum veginn til Jesú, vinar syndaranna.  Guð getur blessað hinn veikasta vitnisburð. þannig, að hann verði 1il sálna frelsis.

    „Sjá, sáðmaður gekk út að sá.  Og er hann var að sá, féll sumt við götuna, og fuglarnir komu og átu það upp. .. . En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan, en sumt þrítugfaldan.  Hver sem eyru hefur hann heyri".  (Matteus. 13:3,9).

Afturelding 1. mars 1967.


mbl.is „Kominn tími á Píratana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband