Biblían og Jesús.

Í tilefni þess að í dag er Pálmasunnudagur finnst mér við hæfi að birta grein úr smáriti sem vinur minn og þjónn fagnaðarerindisins setti saman og sendi mér.  Það byrjar á því þegar lærisveinarnir eru á göngu með frelsara sínum eftir upprisu hans frá dauðum.  Sögðu þeir eftir að hann hafði talað við þá og hann var farinn frá þeim:  (Byrjar hér greinin)."Brann ekki hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum".  Lúkas 24.32

Áður en Jesús fór til himins flutti hann mögnuðustu Biblíufræðslu er um getur í víðri veröld. 24 kafli Lúkasarguðspjalls greinir frá því þegar Jesús upprisinn frá dauðum birtist lærisveinum sínum þar sem þeir voru samankomnir í Jerúsalem.  Lestu þennan kafla.  

1- Öll biblían er um Jesú.  Jesús kynnti algjörlega nýtt viðmið við túlkun á Orði Guðs sem breytti gangi sögunnar.  "Svo er skrifað," sagði hann "að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, og prédikað skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem." (Lúkas 24:47)  Höfuðumræðuefni Biblíunnar er ekki andlegs eðlis, siðfræði, heimspeki eða sagnfræði.  Allt þetta er í öðru sæti en Jesús skipar efsta sæti.  Biblían snýst fyrst og fremst um persónu og starf Jesú.  Konungar, konungsríki, fórnir, meðalgöngumenn, bjargvættir og vísdómur sem við lesum um í Gamla testamentinu, bendir allt á Jesú Krist.  Hann er meiri en allir konungar og heimsveldi.  Hann gaf sjálfan sig sem hina fullkomnu fórn til að frelsa okkur frá syndinni.  Hann er eini meðargangarinn milli Guðs og manna.  Hann er lind og uppspretta sannleikans.

Í Lúkasarguðspjalli 24.13-49 er því lýst hvernig Jesús kenndi Biblíuna. "Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritningunum." (Lúk.24.27)  Biblían verður óskiljanleg nema hún tengist Jesú.

2 - Biblían er eina bókin frá Guði.  "Að rætast ætti allt það sem um mig er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum." (Lúk 24.44)  Sökum fjölmargra uppfylltra spádóma og þar á meðal þeirra sem snerta Jesú sjálfan, vitum við að Biblín er bók Guðs.  25 prósent Gamla testamentisins eru spádómar er segja iðulega og ýtarlega fyrir um framtíðina.  Enginn nema Guð þekkir framtíðina og aðeins Guð einn stjórnar framtíðinni.  Og aðeins Guð getur gert framtíðina að veruleika.  Sönnunarbyrðin hvílir á vantrúarmanninum.  Ef Guð er ekki höfundur Biblíunnar - Hver þá?  Hver gat vitað að Jesús mundi fæðast í Betlehem af ungri mey og verða krossfestur sem fulltíða maður?  Það er hægt að læra ýmislegt af öðrum bókum, rithöfundum og kennurum, en við verðum að leita til Biblíunnar og spyrja: Hvað segir Guð?  Það eru til tonn af bókum um Guð en aðins ein bók er eftir Guð.

3 - Auðmýkjum okkur undir kennivald Biblíunnar.  Enginn lærisveina Jesú reyndi að koma sinni eigin skoðun að þegar Jesús var að útlista Biblíuna í Lúkas 24.  Við heyrum ekki Tómas segja: "Herra, ég tel að Jesaja 53 sé myndlíking."  Í rauninni er aðeins um tvenns konar viðhorf að ræða varðandi Orð Guðs.  Annnað hvort hreykir þú þér upp yfir það eða beygir þig undir það.  Ef ég set mig yfir Biblíuna ákveð ég hvað hún hefur að segja, og vinsa úr henni hverju skal halda og hverju sleppa.  Þá verður Biblín eins og hver önnur bók með skiptar skoðanir á hlutunum.  Ég er einnig um leið að ritskoða Biblíuna og breyta henni.  Ef Biblían er mér æðri hlýti ég kennivaldi hennar og myndugleika.  Ég hlusta á Orð Guðs og hlýði úrskurði Biblíunnar.  Með slíkri afstöðu er Biblín til þess að breyta mér.  Það er markmið hennar.

4-Biblían er fyrir okkur en hún er ekki um okkur.  Í bæninni tölum við við Guð.  Guð talar við okkur í Biblíunni.  Þegar við opnum Biblíuna gefum við okkur undir valdsvið Guðs orðs, þannig að við getum vitað, hvernig við eigum að lifa að vilja Guðs.  Guð býður lýð sínum mikla uppörvun, huggun og visku.  Og við getum fundið fögnuð og fyrirgefningu í Jesú Kristi. Lærisveinarninr nutu tvímælalaust mikillar blessunar af Biblíuskýringum Jesú í Lúkasi 24.  Það var þó ekki kjarni málsins.  Jesús fól þeim ákveðið hlutverk.  "Þér eruð vottar þessa." (Lúk 24.48)  Biblían fjallar um Jesú.  Fagnaðarboðskap, sem vert er að miðla örðum.  Til að verða kröftugur boðberi Jesú Krists, er nauðsynlegt að skilja hvað Biblían snýst um.  Orð Guð er sverð (Hebreabr.4.12).  Tvíeggjað, beitt eggvopn getur verið hættulegt sé það meðhöndlað ógætilega.  Þú þarft ekki guðfræðigráðu til að segja náganna þínum frá Jesú,  En skorti þig sjálfan skilning á fagnaðarerindinnu, verður næsta torvelt að skila því til annara.

5- Án Heilags Anda getum við ekki skilið Biblíuna.  Eftir að hafa brýnt lærisveinana að kunngera fagnaðarboðskapinn "öllum þjóðum" -Sem hlýtur að hafa verið spennandi viðgangsefnin fyrir þennana fámenna hóp - segir Jesús þeim að bíða!  Blómlegt kristniboð, trúboðsstarf, Biblíulestur og rannsókn þarfnast nærveru Heilags Anda.  Jesús hafði sagt lærisveinunum það sem þeir þurftu að vita, en þeir gátu ekkert gert með þessa vitneskju, fyrr en kraftur Heilags Anda mætti þeim til að þjóna Jesú. 

Hvað þarf til að skilja Ritningarnar?  Heilagur Andi verður að auðmýkja hjarta þitt og sinni og opna huga þinn.  Biblían öll er innblásin af Heilögum Anda og þessi sami Heilagi Andi opnar einmitt Ritningarnar fyrir okkur.  Ég hafði enga löngun að lesa Biblíuna, og því síður að skilja hana.  Það var ekki fyrr en Heilagur Andi breytti hjarta mínu.  Eftir þá undursamlegu umbreytingu verð ég ekki að lesa Biblíuna - ég vil lesa hana.  Vegna áhrifa og nærveru Heilags Anda í lífi mínu langar mig að lesa Biblíuna.  Þetta er því ekki skylduverk.

Hvernig veistu að þú hefur réttan skilning á Biblíunni?  Ef þú opnar hana og lest eitthvað hugsunarlaust án bænar og Jesús virðist hvergi sjáanlegur, hefur þú tekið skakka beygju.  Hagnýt, gaumgæfin Biblíuathugun, ígrundun orðsins og lestur getur af sér hatur á synd og kærleika til Jesú.  Þú trúir á Jesú og þú villt hlýða honum og fylgja.  Þegar erfiður staður mætir þér í Biblíunni skaltu treysta Jesú.  Fylgdu sannleikanum hvert sem hann leiðir og þá muntu treysta Biblíunni og elska Jesú.  Rannsakaðu og lestu Guðs orð fyrir sjálfan þig og leyfðu því að umskapa líf þitt.  En þú skalt ekki geyma þetta eingöngu fyrir sjálfan þig.  Gefðu öðrum hlut með þér í þessu dýrmæta og stórkostlega fjársjóði.

Mark Driscoll - Ljós af himni 2015.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband