Í fyrstu þrjú sætin var valið fólk sem hefur unnið þjóð sinni mikið gagn.

Það þarf varla að fjölyrða um það að yfirlæknir á Landspítalanum Tómas Guðbjartsson var valinn maður ársins 2014.  Hefur hann og starfsfólk spítalans unnið óeigingjarnt starf í þágu sjúkra.  Í öðru sæti urðu síðan björgunarsveitarfólkið okkar.  En síðast enn ekki síst hafnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þriðja sæti.  Það gleður mig að sjá hann komast þarna í þriðja sætið, það sýnir að mikill hluti landsmanna kann að meta hann og hans verk.  Ég galt honum atkvæði mitt og hefði að sjálfsögðu viljað að hann hefði lent í fyrsta sætinu, en ég tek fram að ég met Tómas Guðbjartsson mjög mikils og hans óeigingjarna starf, sem og björgunarsveitarmenn. 

Mér finnst að verk ríkisstjórnarinnar fái oft neikvæðan blæ í umræðum í fjölmiðlum.  Fannst mér áramótaskaupið líka bera þess merki, en það var að sjálfsögðu allt til gamans gert.  Það má ekki gleymast að höfuðstólsniðurfærslan er mikið hagsmunamál fyrir tugi þúsunda heimila og einstaklinga í landinu.  Ég fékk mína jólagjöf frá þeim Sigmundi og Bjarna senda í heimabankann minn 3 dögum fyrir áramót tæplega 1,3 milljóna innborgun á höfuðstóli íbúðaláns míns hjá Landsbankanum.  Fylltist ég slíku þakklæti fyrir þessa kjarabót sem ný ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks færði mér.  Þetta skiptir miklu máli fyrir mann eins og mig sem er verkamaður, mér reiknast til að þetta muni lækka  greiðslubyrði mína um 9000 kr á mánuði eða 108.000 á ári.

Það má ekki gleymast í umræðuni um þann vanda sem er í heilbrigðiskerfinu, að vandinn er uppsafnaður, afleiðing af margra ára niðurskurði.  Núna á valdatíð ríkisstjórnar Sigmundar fór skriðan af stað.  Læknar sættu sig ekki lengur við allt of mikið vinnuálag og laun sem ekki eru eins há og í mörgum nágrannalandana eins og í Noregi sem er það land sem best borgar læknum í Evrópu.  Hafa læknar látið það í veðri vaka að fjöldi lækna hyggist segja upp og flytja til annara landa til að starfa.  Hafa launakröfur þeirra, sem reyndar enginn virðist vita hvað eru háar verið lagðar fram.  Í upphafi var talað um í fjölmiðlum að þær væru 30-36% hækkun grunnlauna, en seinna nefndi háttvirtur fjármálaráðherra að þær væru jafnvel 50%.  Það er alls ekki upp á sjórnvöld að sakast að ekki hafi enn náðst samningar því læknar hafa ekki viljað slá á kröfur sínar um launhækkanir með raunhæfum hætti.  Þetta er grafarvarleg staða sem ríkisstjórnin er komin í að semja um launahækkanir sem koma til  móts við þarfir lækna en ógna ekki stöðugleikanum í landinu.  Því það er ekki góð lausn ef læknum er veitt jafvel margra tuga prósenta hækkun sem veldur því að þjónusta á Landspítala og heilsugæslustöðvunum á landinu færist aftur í eðlilegt horf, en skriða launadeilna hjá öðrum stéttum færi af stað.  Það mundi hrinda af stað þróun sem kæmi hugsanlega af stað mikilli verðbólgu og erfiðum skilyrðum fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar.  Það mundi einnig skerða hag ríkissjóðs með stórauknum kostnaði sem háar launahækkanir lækna myndu valda.  Sem aftur mundi kalla á meiri skattbyrði fólksins í landinu.

Kær kveðja. 


mbl.is Tómas valinn maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband