Fáranlegt að halda því fram að ríkisstjórnin sé að standa sig illa.

Mótmæli héldu áfram á Austurvelli í gær. Það sem mótmælt var meðal annars slæm staða heilbrigðiskrefisins vegna verkfalls lækna og vöntun á meira fé til Landspítala og heilbrigðiskerfisins alls.  Það er fáránlegt að saka ríkisstjórnina um þessa bágu stöðu heilbrigðiskerfisins.  Núverandi ríkisstórn hefur stór aukið framlög til heilbrigðiskrefisins frá því sem var í tíð fyrri ríkisstórn.  Vandi heilbrigðiskerfisins er ekki vegna bágrar frammistöðu ríkisstjórnarinnar heldur er þetta uppsafnaður vandi samdráttar sem hefur verið allsráðandi mörg undanfarin ár. Ég tel að kröfur háskólamenntaðs fólks eins og lækna, kennara, leikskólakennara prófessora ofl með háum launahækkunum séu að koma nú vegna þess að fólk sér að nú sjái til lands í ríkissbúskapnum með bættri tíð og stóraukinni velferð. 

Annað sem fólk mótmælti á Austurvelli í gær var að þeim peningum sem varið er í skuldaleiðréttingu ríkisstórnarinnar á verðtryggðum lánum hefði mátt nota í heilbrigðiskerfið eða einhver önnur mikilvæg málefni.  Sú lækkun á útborgunum á fasteignalánum sem margt fólk uppsker vegna skuldaleiðréttingarinnar er einmitt það sem margt fólk, skuldum hlaðið og láglaunafólk hefur þörf fyrir.  Það er margt fólk að basla á lágum launum og á mikið erfiðara með að láta enda ná saman en stéttir eins og læknar og kennarar.  Fyrir það fólk er þessi upphæð á við stór launahækkun sem lækkun afborgana færir þeim.


mbl.is Virðingarleysi og röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist ekki alveg gera þér grein fyrir því hverjir eru að fá þessa gjöf frá skattborgurum. Skuldum hlaðið láglaunafólk er í miklum minnihluta og teljast til undantekninga. Þeir sem mest fá eru þeir sem þoldu hrunið vel og þurftu enga aðstoð. Fólk sem er með 250.000 á mánuði í afborganir og kvartar ekki. Hinir fá flestir lítið eða ekkert. Þetta er ætlað þeim sem ekki hafa sýnt þörf á aðstoð og hafa ekki fengið niðurfellingar eða lækkanir.

Hanna (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 19:23

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Að sjálfsögðu kemur skuldaleiðréttingin sér vel fyrir fólk með lágar tekjur og tekjur undir meðallagi.  Ég tel að nokkur stór hluti þeirra sem fá leiðréttingu séu í þeim hópi.  Á vef Forsætisráðuneytisins stendur:

"Aðgerðin vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum, sem var innan við fertugt við hrun, á lítið eigið fé í húsnæði sínu og skuldar á bilinu 15 til 30 milljónir króna."

Steindór Sigursteinsson, 11.11.2014 kl. 20:31

3 identicon

Pólitíkusar kunna að orða hlutina þannig að auðvelt sé að misskilja þá þeim í hag. "Aðgerðin vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum, sem var innan við fertugt við hrun, á lítið eigið fé í húsnæði sínu og skuldar á bilinu 15 til 30 milljónir króna." Þetta er rétt, en segir ekkert um hversu margir þyggjendur eru undir meðaltekjum, innan við fertugt við hrun, eiga lítið eigið fé í húsnæði sínu og skulda á bilinu 15 til 30 milljónir króna. Þeir í þessum hópi sem ekki hafa áður leitað aðstoðar verða eflaust fegnir. En það breytir því ekki að þeir eru fáir. Fólk undir meðaltekjum sem skuldar á bilinu 15 til 30 milljónir króna fór flest leiðir sem útiloka það frá þessari gjöf.

Taktu eftir því hvernig þeir koma sér hjá því að svara spurningum um hvaða hópar fengu mest og tekjur meirihluta þyggjenda.

Hanna (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 22:25

4 identicon

Smá viðbót sem unnin er úr tölum frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni.         75% fjár­magns­ins renn­ur til heimila sem eru und­ir 14 millj­ón­um í árs­tekj­ur. 25% renn­ur til heimila sem eru ofan við 14 millj­ón­ir í árs­tekj­ur.

Hanna (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 22:53

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég tel að Sigmundur og Bjarni hafi viljað vel þegar þeir komu í verk þessum aðgerðum.  Ég tel að þeir hafi ekki viljað sérstaklega að fjármagn renni til þeirra skuldara sem eru efnaðir og hafa ekki þörf á skuldaleiðréttingu, heldur vildu þeir koma á stað almennum aðgerðum sem nýtast fólki sem varð fyrir forsendubresti vegna verðbólguskots 2008-2009.  Í svona almennum aðgerðum er ekki hægt að hindra að hinir efnameiri fái líka skuldalækkun.  Mér finnst þeir Sigmundur og Bjarni vera ákaflega góðir stjórnmálamenn sem ég vona að verði við stjórnvölin sem lengst.

Steindór Sigursteinsson, 12.11.2014 kl. 17:33

6 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Saga stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna.

Eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið við stjórnmyndunarumboði frá Forseta Íslands sneri hann sér fyrst til vinstri framboðanna með gottið sem hann hyggst færa Íslensku þjóðinni sem eru aðgerðir þær sem hann hefur í hyggju að framkvæma þjóðinni til góðs.  Hann var svolítið smeykur við að koma til Bjarna með gottið því hann var hræddur um að Bjarni myndi kíkja í pokann hans og taka uppáhaldsmola hans sem eru lausnir þær sem hann hefur varðandi lánamál heimilanna.  Vegna þess sneri hann sér fyrst til vinstri til að kanna alla möguleika fyrst og sjá hvort hin höfðu ekki betra gotterí en Bjarni.  Eftir að hafa kíkt á gottið sem hin í vinstri framboðunum höfðu í nammi pokum sínum, tók hann sér stuttan umhugsunarfrest.  Og hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri óhætt að láta á það reyna að snúa sér til Bjarna. 

Og það var eins og við manninn mælt.  Bjarni tók honum mjög vel, og hann lét uppáhalds molann hans alveg vera.  Hann hafði prýðilega góðar hugmyndir um hvernig þeir gætu skipt molunum og mótað þá eftir hvernig þeim báðum líkaði og eftir því sem best kemur fyrir þjóðarhag.  Og Bjarni bauð Sigmundi í sumarbústað á suðurlandsundirlendinu þar sem aðstoðarkona Bjarna bakaði vöflur fyrir þá með sultu og rjóma.  Og fljótt hvarf öll hræðsla úr huga Sigmundar eins og dögg fyrir sólu og hann fann sig öruggan hjá Bjarna.  Og þeir settu molana saman í stóra skál, sem eru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í verk, fólkinu í landinu og atvinnuvegunum til handa.

Og stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu vel og oft komu fréttir af þeim félögum með myndum af þeim brosandi vegna þess góða árangurs sem þeir voru að ná og líka vegna vorangans í loftinu sem hafði eins og keim af betri tíð.  Og þeir fóru með sælgætisskálina, stjórnarsáttmálann til Reykjavíkur í Alþingishúsið og brátt var ríkisstjórn þeirra, hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduð.

Og núna þegar styttist til jóla útdeildu þeir gottinu sem eru aðgerðir þær til handa skuldugum íbúðaeigendum.  Og fólkið var fegið að fá að snæða úr skálinni því það var svangt eftir langa bið eftir gottinu sem Bjarni og Sigmundur höfðu að færa.

 

 

Steindór Sigursteinsson, 12.11.2014 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband