Ef til vill er þörf á inngripi stjórnvalda í Flugvallarmálinu.

 

Samkvæmt frétt á Mbl.is verður opinn borgarafundur á hótel Natura kl 20:00 í kvöld, og er til hans stofnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri.  En það er í stuttu máli svo komið að borgaryfirvöld hafa veitt verktökum framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu, sem er í skjön við áður gefnar yfirlýsingar borgarstjórnar þar sem sagt var að ekki yrði farið í framkvæmdir á svæðinu fyrr en Rögnunefndin svokallaða hafi skilað áliti sínu.  En eins og kunnugt er hefur umrædd nefnd engu áliti skilað né komist að neinni niðurstöðu um hvort fýsilegur kostur sé að þessi hluti af flugvallarsvæðinu víki fyrir íbúðabyggð og hvort einhver staður sé nógu álitlegur kostur til að byggja upp aðstöðu fyrir þá flugstarfsemi sem á svæðinu er og þyrfti að víkja ef til framkvæmda kæmi.   Á fund­in­um verða eftirtaldir fram­sögu­menn sem gera munu grein fyr­ir at­huga­semd­um sín­um við deili­skipu­lagið og „út­skýra hina vá­legu stöðu sem upp er kom­in:

  • Björgólf­ur Jó­hann­es­son, for­stjóri Icelanda­ir Group

  • Leif­ur Magnús­son, verk­fræðing­ur og fv. formaður Flugráðs

  • Sig­urður Ingi Jóns­son, full­trúi í flu­gör­ygg­is­nefnd Isa­via um lok­un Neyðarbraut­ar­inn­ar

  • Berg­ur Stef­áns­son, yf­ir­lækn­ir bráðaþjón­ustu utan sjúkra­húsa og formaður fagráðs sjúkra­flutn­inga

Það er alveg makalaust að borgarstjórn ætli að svíkja gefin loforð um að beðið verði efti áliti Rögnunefndar áður en framkvæmdir eru hafnar og virða að vettugi raddir þeirra sem reka flugstarfsemi á svæðinu, sem eru flugskólar, sjúkraflugsaðilar, flugverkstæði ofl.  Og að ekki eigi að hlusta á vilja 70% prósenta borgarbúa sem vilja flugvöllinn áfram.  Samkvæmt frétt á Mbl.is 17. þessa mánaðar tjáði Ívar nokkur Pálsson sig á þessa leið að brautarendinn verði við fyrirhugaðar byggingar sem reisa á og að "Það verður engin fluglína með blokkir við brautarendann."  Kom ennfremur fram að aðflug neiðarbrautar Reykjavíkurflugvallar gangi ekki upp verði skipulagið samþykkt. 

Þetta er báleg staða sem komin er upp hjá þeim sem þarna eiga hagsmuni að gæta og reyndar Reykvíkinga allra svo og landsmanna, því að sú aðstaða sem er þarna til staðar á Reykjavíkurflugvelli kemur allri þjóðinni til góða.  Nýtingarstuðull Flugvallarins og öryggi myndu falla niður í ruslflokk verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika því neyðarbrautinnar er þörf þegar vindátt er ekki hagstæð fyrir aðrar brautir.  Borgarbúar sofnuðu þarna á verðinum og kusu yfir sig flokka í borgarstjórn sem ekki skilja mikilvægi flugvallarins og þessa svæðis sem á að byrja framkvæmdir á.

Ég sé ekki aðra kosti í stöðunni en að Ríkisstjórnin taki þarna af skarið og banni fyrirhugaðar framkvæmdir.  Það er þó nokkuð margt sem sem rættlætt geti slíkt inngrip stjórnvalda.  Ég tek fram að ég er ekki lögfróður maður þannig að ég viti allar hliðar málsins en ég lít svo á að inngrip stjórnvalda væri mögulegt vegna eftirtaldra ástæðna:

Öryggissjónarmið.  Flugvöllurinn er mikilvægur vegna öryggis bæði ef til náttúruhamfara, eins og eldgoss komi og svo vegna sjúkraflugs sem er hagkvæmt vegna nálægðar við Landsspítalann og af þeirri ástæðu að flugvélar eru margfallt ódýrari í rekstri en þyrlur sem þyrfti að notast við þurfi flugvöllurinn að víkja.

Þjóðarhagsmunir.   Það leikur enginn vafi á því að ef Flugskólarnir sem þarna eru þurfi að hafa sig á brott, jafnvel þótt einhver staður kynni að finnast síðar fyrir þá starfsemi þá yrði þarna stór- tjón á þessari atvinnustarfsemi sem flugskólarnir hafa byggt upp og er kennsla sú sem þeir bjóða, á heimsmælikvarða.  Með frekari framkvæmdum og niðurrifi Reykjavíkurflugvallar myndi innanlandsflugið þurfa að víkja.  Yrði það mikill skellur fyrir landsbyggðina alla svo og Reykvíkinga.  Það yrði mikil afturför varðandi samgöngur á landinu.  Því Keflavíkurflugvöllur er á engann hátt heppilegur til að taka við innanlandsfluginu, meðal annars vegna fjarlægðar hans frá Stór- Reykjavíkursvæðinu.

Varðveisla sögulegra verðmæta.  Eftir því sem ég best veit þá er Reykjavíkurflugvöllur 75 ára á þessu ári.  Bretar reistu hann á tíma fyrri heimstyrjaldarinnar.

Ég vil hvetja Háttvirtan forsætisráðherra Sigmund Davíð Guðlaugsson að bregðast við í þessu máli 0g kalla saman Ríkisstjórn sína og fyrirskipa lögbann á fyrirhugaðar byggingaframdvæmdir á Vatnsmýrasvæðinu.

Kær kveðja.

 


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband