Lokun Reykjavíkurflugvallar snertir þjóðarhag og þjóðaröryggi.

Það er að koma sífellt betur og betur í ljós í fréttum fjölmiðla hversu skaðleg lokun Reykjavíkurflugvallar yrði.  Bæði fyrir flugfélög þau og flugskóla sem hafa aðsetur á vellinum ásamt einkaflugmönnum og ekki síst fyrir alla landsmenn, þar sem flugtími frá landsbyggðinni til Reykjavíkur mun lengjast til muna.   þetta mun koma niður á buddu landsmanna fyrr eða síðar þar sem ferðir til annarra landa munu hækka töluvert í verði vegna tæknilegra örsaka í tengslum við missi á varaflugvelli.  Fargjöld innanlands munu hækka töluvert.  Er jafnvel talað um að vart verði grundvöllur fyrir innanlandsflugi verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður. 

Ég held að ég þurfi ekki að fjölyrða um hver áhrif það hefði á flugnámið ef flugskólarnir yrðu að hafa sig í burtu frá Reykjavíkurflugvelli á næsta ári.  Slíkt væri hvílik holskefla fyrir þessa atvinnustarfsemi.  Enginn flugvöllur sem stenst kröfur varðandi góðan kennsluflugvöll er á næsta leiti. Hætta væri á að þeir hreinlega legðu upp laupana og að flugnemar þyrftu að leita út fyrir landssteinana með flugnám, með stórauknum kostnaði því fylgjandi, ásamt hugsanlegum samdrætti í hópi þeirra sem hyggja vilja á flugnám.

Það þykir sjálfsagt í stórborgum úti í heimi að flugvellir séu inni í stórborgum.  Eru þess dæmi jafnvel svo nokkur hundruðum skiptir.  Nálægð flugvallar við Landsspítala sem á vonandi eftir að vaxa og auka húsakost sinn er ákaflega mikilvægur.  Sagt hefur verið að rekstur þyrlu sé 6-8 sinnum dýrari en vængjavélar.  Reykjavíkurflugvöllur er einnig mikilvægur ef til eldsumbrota kemur á Reykjanesinu ef hraun rynni yfir Reykjanesbraut.

Ég vil segja að það eru miklar ógöngur sem borgarstjórn Reykjavíkur er að koma landsmönnum út í, ásamt flugfélögum og flugskólum. 

Mér finnst að leiðin út úr þessu sé að ríkisstjórnin taki af skarið og taki opinbera afstöðu í þessu máli og leiti leiða til þess - hreinlega að leggja lögbann á þessar aðgerðir Reykjavíkurborgar.  Þetta mál er þess eðlis að ekki leikur vafi á því að hér er á ferðinni mál sem snertir þjóðaröryggi og þjóðarhag.  Og ef farið verði út í þessar aðgerðir mundi það valda margvíslegum skaða á flugsamgöngum og skapa hættu bæði hvað varðar náttúruhamfarir á Reykjanesinu og koma í veg fyrir eðlilegt sjúkraflug á Reykjavíkursvæðinu.

Með kærri kveðju.

 


mbl.is Fargjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband