Háttvirtur Fjármála- og Efnahagsráðherra sýnir ábyrgð í fjársýslu ríkisins.

Í frétt á Mbl. is er greint frá að Fjármálar-og Efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson geri ráð fyrir að sett verði 45% skuldaþak á skuldir ríkisins sem hluti af vergri landsframleiðslu.  En við núverandi aðstæður er skuldahlutfall ríkisins um tveir þriðju af landsframleiðslu.

Þarna er Bjarni Benediktsson að sýna fyrirhyggju og ábyrgð í fjármálum ríkisins, eins og honum einum er lagið.  Það er gott að gæta hófs þegar ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar til ýmissa mála.  Vert er að hyggja að fjárhagslegum stöðugleika og skuldastöðu ríkissjóðs þegar fjárveitingar eru ákveðnar til ýmissa málaflokka og ekki síst einstakra hópa launþega.  Nýverið voru gerðir launasamningar á almennum vinnumarkaði.  Einkenndist samningavinnan af vilja bæði launþega og atvinnurekanda að skapa stöðugleika í landinu.  án efa hefði hækkun launa mátt vera meiri, ekki veitir af því fyrir skuldug heimili en þessar launahækkanir voru skref í rétta átt. 

Ég vil hvetja hlutaðeigandi aðila sem krefjast vilja mun hærri launahækkunar en sem fólk á almennum vinnumarkaði hlaut, að gæta hófs í launakröfum sínum.  Sú 10% launahækkun sem ríkið hefur boðið framhaldskóla kennurum ætti að samþykkja af samtökum framhaldskólakennara.  Miklar hækkanir einnar stéttar geta eins og kunnugt er sett af stað skriðu launadeilna hjá öðrum stéttum með aðgerðum eins og verkföllum.  Það er ekki rétt að núverandi ríkisstjórn þurfi allt í einu snemma á ríkisstjórnartíma sínum að hífa laun viðkomandi launafólks upp í það sem tíðkast hjá einka reknum fyrirtækjum. 

Fólk á almennum vinnumarkaði samþykkti með nýjustu samningum 2,8-5% launahækkun.  Grunnlaun verkafólks eru í mörgum tilvikum 230-240 þúsund á mánuði.  Verkafólk á ekki rétt á að vinnuafl þess sé álitið eitthvað minna mikilvægt en verkmennta- og háskólamenntaðs fólks.  Vinna þeirra er oft á tíðum erfið og lýjandi og vinnudagur langur.  Það er fáránlegt þegar talað er um að menntun sé eins og grunnskilyrði fyrir góðum lífskjörum í landinu.  Lág laun verkafólks er ekki vegna lélegrar menntunar þess fólks sem vinnur verkamannavinnu heldur lítilsvirðing og vanvirðing atvinnurekanda við verkafólk þar sem það er álitið á lægri stalli en aðrar stéttir. 

Kær kveðja.


mbl.is Sett verði 45% skuldaþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þessu það er verkafólkið sem skapar verðmætinn ekki menntafólkið. Þannig er það í mínum huga.

Filippus Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 21:54

2 identicon

Sæll.

Þetta hljómar allt saman ferlega vel hjá Bjarna blessuðum en ég er hræddur um að framkvæmdin verði erfiðari og að hugur fylgi ekki máli.

Hið opinbera hefur skuldbundið sig til margs sem ekki eru fjármunir til í. Ríkið t.d. telur fólki trú um að heilbrigðiskerfið sé í lagi. Það er ekki svo þó það sé ekki rætt. Lækna vantar og fólk þarf að bíða lengi eftir meðferð og Guð hjálpi þeim sem greinast með alvarleg veikindi að vori - þeir bíða eftir meðferð fram til hausts (líkt og henti dóttur Jóns Bjarna ef ég skyldi rétt - hræðilegt mál). Ef laga þarf þetta ástand þarf að stórauka fjárframlög til heilbrgiðiskerfisins eða hleypa einkaframtakinu að - þá leið styð ég. Ríkið lofar okkur heilbrigðiskerfi og menntakerfi en stendur síðan í reynd ekki við það sem lofað hefur verið. Verulega hefur verið skorið niður í framhaldsskólum undanfarin ár líkt og í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt endalaust.

Svo er auðvitað ekkert rætt að ríkið er með næstum því 600 milljarða á bakinu í ófjarmagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Ríkið er búið að lofa um 600 milljörðum í lífeyrisgreiðslur og fyrir því er ekki til ein króna. Spurðu Bjarna um þetta við tækifæri og þá færðu engin efnisleg svör (ef hann á annað borð er meðvitaður um vandann).

Bjarni getur sagt það sem honum dettur í hug en að endingu þarf að borga allar þessar skuldir sem ríkið hefur stofnað til. Af hverju skyldi ég t.d. borga fyrir aðstoðarmann fyrir hann? Ef hann telur sig þurfa aðstoðarmann/menn á hann að greiða fyrir þá úr eigin vasa.

Besta leiðin til að bæta kjör fólks er að lækka skatta verulega og segja upp opinberum starfsmönnum sem margir hverjir eru algerlega óþarfir (þingmenn hérlendis eru t.d. um 5x fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum - þeim má fækka verulega). Mig minnir að talað sé um tíund í Bibliunni - er þá ekki nóg að ríki og sveitarfélög taki saman 9% tekjuskatt, 9% fyrirtækjaskatt og ríkið taki svo 9% vsk? Alla tolla á að banna. Hvað ætli kaupmáttur fólks myndi aukast mikið við þetta án þess að kæmi til beinna launahækkana?

Svo er líka eitthvað svo rosalega siðferðilega rangt við stóran opinberan geira og þá sjálftöku sem þar fer fram. Ég þarf að borga fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem ég fyrirlít. Hvers vegna? Ég þarf að borga fyrir fóstureyðingar sem ég er algerlega á móti. Hvers vegna? Ég þarf að borga fyrir alls kyns vitleysu í stjórnsýslunni sem ég er alfarið á móti (t.d. aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra). Hvers vegna? Hvers vegna vita stjórnmálamenn betur en ég hvernig ráðstafa beri mínum peningum?

Eitt undir lokin: Hefur þú ekki hugleitt hvort skattheimta sé lögleg? Af hverju er hún lögleg? Af hverju má þriðji aðili (ríki/sveitarfélög) taka stóran hluta þinna launa af þér án þess að fá til þess þitt leyfi?

Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 05:44

3 identicon

Glætan, Bjarni...bara, glætan. Sorry, en þetta er ekki að fara að gerast. Er ekki örugglega 1. Apríl?

Ólafía (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 09:46

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Filippus, það er mikið rétt að verkafólk er yfirleitt í störfum sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið, eins og starfsfólk í fiskvinnslu, matvælaframleiðslu ofl.  Ég tel að lágt ,menntunarstig  verkafólks ætti ekki að vera orsökin fyrir lágum launum verkafólks.  Reyndar eru til fyrirtæki sem borga verkafólki vel.

Steindór Sigursteinsson, 1.4.2014 kl. 21:23

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Helgi, Hvað mig varðar, virðist Bjarni vera mjög traustvekjandi maður.  Hann vill held ég stíga varlega til jarðar hvað varðar stóraukin framlög til heilbrigðismála.  Hann vill halda um ríkisfjármálin þannig að staða ríkissjóðs verði ekki í mínus.  Það er augljóst að núverandi ríkisstjórn er að gera eitthvað betur varðandi fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins en síðasta ríkisstjórn.  Mig minnir að ríkisstjórnin hafi ákveðið 3 milljarða í aukin framlög til Landspítalans.  Fjársvelti heilbrigðiskerfisins er nokkuð sem hefur átt sér stað á mörgum árum og það er ef til vill ekki á færi ríkissjóðs að kippa því í liðinn á mjög skömmum tíma.

Það er satt að ríkisbáknið mætti vera smærra í sniðum og skilvirkara.  Lengi mætti hagræða þarna.  Ríkisstjórnin hefur verið að hagræða hjá ýmsum stofnunum ríkisins og fækka starfsfólki.

Skattar mættu að sjálfsögðu vera lægri en ríkisstjórnin hefur lækkað skatta líttilega á launafólk.  Það er góð byrjun og það mættu koma enn frekari lækkanir.  Mér finnst skattheimta vera fyllilega lögleg en aðhalds ber að gæta í ríkisrekstri og stærð ríkisbáksins sé haldið í innan skynsamlegra marka.

Ég er þér hjartanlega sammála að fóstureyðingar eru rangar.

Steindór Sigursteinsson, 1.4.2014 kl. 21:55

6 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæl Ólafía, ég tel að Bjarni geri sitt besta til að hemja skuldir ríkisins.  Mér finnst hann hafa sýnt tilburði til að koma stjórn á útgjöld ríkisins og reynt að skila hallalausum ríkisrekstri.  Það eru náttúrulega búnir að vera mjög erfiðir tímar ný yfirstaðin kreppa á heimsvísu.  Ég vona að ríkisstjórnin nái að setja bönd á skuldir ríkisins.  Kröfur fólks mega ekki ganga fram úr öllu hófi hvað verðar launakröfur og framlög til ýmissa velferðarmála.

Steindór Sigursteinsson, 1.4.2014 kl. 22:02

7 identicon

@5: Sæll og takk fyrir svarið.

Sú stefna sem hið opinbera er á endar bara á einn hátt: Með skipbroti. Skuldirnar eru slíkar að af þeim verður ekki greitt. Lánamarkaðir munu fyrr eða síðar lokast og/eða vextir hækka þannig að ekki verður hægt með góðu móti að taka lán. Þá neyðist hið opinbera til að skera verulega niður og stjórnmálamenn munu ekki skera niður hjá sjálfum sér heldur venjulegu fólki.

Þó þér finnist skattheimta kannski vera lögleg er ekki þar með sagt að hún sé það. Stjórnmálamönnum finnst hún auðvitað vera lögleg og nauðsynleg því þeir vinna við að taka fé af einum og láta annan hafa. Hið opinbera framleiðir ekki verðmæti heldur tekur af einum og lætur annan hafa. Grátlega fáir gera sér grein fyrir þessu :-(

Pældu í þessu: Skv. stjórnarskránni er eignarrétturinn varinn, þ.e. þú átt það sem þú átt og ég t.d. get ekki bara labbað að þér og tekið af þér þúsundkall þó ég kannski gefi þurfalingum hann. Þarna stel ég af þér og hvað ég geri við þýfið er óskylt mál. Sama á við um skattheimtu: Þriðji aðili kemur og tekur af þér það sem þú átt án þess að fá til þess leyfi hjá þér. Hvernig er þetta löglegt? Hvað gert er við peningana er óskylt mál en það sem er m.a. gert við þá peninga sem af þér eru teknir er að þeir eru notaðaðir til að fjármagna hluti sem þú ert á móti og telur ranga, t.d. fóstureyðingar.

Hægræðing hjá hinu opinbera er ekki næg, leggja þarf niður heilu hluta ríkisvaldsins eins og t.d. sum ráðuneyti og ýmsar stofnanir.  

Svo segir þú að stærð ríkisbáknsins þurfi að vera innan skynsamlegra marka. Hvað þýðir það? Ég er sammála þér en það sem þú segir hefur afskaplega litla þýðingu. Á opinberi geiri að vera 40% af GDP? 50% af GDP eða 20%?

Ég vil einkavæða að öllu leyti heilbrigðiskerfið á meðan þess er gætt að samkeppni sé tryggð. Á meðan ríkið getur ekki staðið almennilega að rekstri heilbrigðiskerfisins erum við að stefna mannslífum í hættu. Slíkt er með öllu óásættanlegt.

Helgi (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 07:36

8 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Helgi.

Ég verð að játa að ég er ekki mikið inn í þeim tölum sem þú spurðir varðandi stærðir á hinum opinbera geira.  Í svari mínu til þín sagði ég að stærð ríkisbáknsins ætti að vera haldið innan skynsamlegra marka.  Ég hafði þar enga sérstaka stærð eða prósentu í huga.  Ég vil aðeins að ríkisstjórnin leiti leiða til að lækka ríkisútgjöld og þar með skuldir ríkisins.  Í bloggfærslu minni vildi ég lýsa yfir að ég væri sammála Bjarna Benediktssini að koma skuldahlutfalli ríkisins úr tveimur þriðju niður í 45% af landsframleiðslu.  Ég hef mikið álit á honum sem stjórnmálamanni, það mæðir mikið á honum að finna leiðir til að gæta aðhalds í ríkisrekstri og hafa hemil á fjárútlátum til ýmsra málaflokka.  Ég vildi einnig hvetja framhaldskólakennara og fleiri háskólamenntaða starfsmenn eins og grunnskólakennara að vera ekki of kröfuhörð í launakröfum sínum.  Því það setur ríkisstjórnina í vanda þar sem það getur hleypt af stað skriðu launadeilna og verkfalla sem ógnað geta stöðu ríkissjóðs og valdið neikvæðum tekjuafgangi ef laun þessa fólks hækka mikið.

Steindór Sigursteinsson, 2.4.2014 kl. 18:43

9 identicon

@8: Sæll.

Ég er í sjálfu sér ekki ósammála þér en þú orðaðir hlutina nokkuð ónákvæmt. Núna er opinberi gerinn um helmingur þjóðarfamleiðslunnar. Það er alltof mikið.

Grunnskólakennarar eru á launum hjá sveitarfélögunum en framhaldsskólakennarar hjá ríkinu.

Ég veit ekki hvaðan menn fá þetta varðandi að skuldahlutfall okkar sé þetta lágt. Hlutirnir eru mun verri og versna á milli ára: Sjá hér:

http://www.tradingeconomics.com/iceland/government-debt-to-gdp

Ég veit ekki hvort ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar eru inni í þessum tölum - efast raunar um það. Skuldir okkar eru langt meiri og alvarlegri en margir gera sér grein fyrir og Bjarni er ekki að tala um skuldir sveitarfélaganna. Menn flýja ekki efnahagsleg lögmál lengi og að því kemur að hér hrynur allt - eins og gerast mun erlendis.

Ég veit að nánast allir Íslendingar eru vanir því að alls kyns ráðuneyti séu til. Hvers vegna má ekki leggja niður t.d. menntamálaráðuneytið? Halda menn að kennarar hætti að kenna og fólk að leita sér menntunar? Hvað með efnahags- og viðskiptaráðuneytið? Halda menn að fólk hætti að eiga viðskipti hvert við annað ef þetta ráðuneyti yrði lagt niður? Auðvitað ekki.

Þegar þú hefur til þess tíma ættir þú að kynna þér frjálshyggju (libertarianism). Þó Steingrímur Sigfús hafi sagt að hún hafi valdið hruninu er það alls ekki svo.

Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband