Sigmundur Davíð er að koma mörgu góðu til leiðar.

Háttvirtur Þingmaður vinstri Hreifingarinnar Græns Framboðs Bjarkey Gunnarsdóttir, lét þau orð falla um háttvirtan forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að hann væri "eftirbátur forvera sinna".  Átti hún þá við að hann hafi tekið þátt í færri umræðum utan dagskrár en 2 fyrrverandi forsætisráðherrar gerðu á sama tímabili.  En þær voru 1 samanborið við 4 hjá Fyrrverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og 9 hjá Geir Harde .  Reyndar kemur fram á frétt á mbl.is sem greinir frá þessu að Sigmundur hafi svarað 46 óundirbúnum fyrirspurnum samanborið við 54 hjá Jóhönnu og 28 hjá Geir Harde fyrrverandi forsætisráðherra.

Ég vil lýsa yfr þeirri skoðun minni að háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð er að koma mörgu góðu í framkvæmd fyrir þjóð sína.  Eins og að undirbúa niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána sem á sér enga hliðsltæðu í íslenskri stjórnmálasögu, slíkt er umfang þessarar aðgerðar með jákvæðum áhrifum á lífskjör fólks.  Sigmundur og ríkisstjórn hans hafa líka í bígerð afnám verðtryggingar og það sem komið hefur fram í fjölmiðlum í dag að stokka eigi upp í húsnæðislánakerfinu og að sögn Háttvirts  félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttur fólki verði gert auðveldara að kaupa sér húsnæði. Hagvöxtur hefur eflst á tíma núverandi ríkisstjórnar og vert er að horfa bjartsýn fram á veginn með núverandi ríkisstjórn við stjórnvölinn.  Allt annað á ekki við rök að styðjast, eins og fjaðrafokið vegna slita á aðildarviðræðum við ESB sem er ekki annað en ryk sem aðildarsinnar hafa þyrlað upp til að villa fólki sýn.  ESB aðild hentar ekki hagsmunum Íslands og er það ekki aðeins varðandi meginatvinnuvegina: Sjávarútveg og Landbúnað heldur einnig það sem skapat getur í framtíðinni, samstarf varðandi auknar skipaferðir um norður heimskautssvæðið.  Núverandi ríkisstjórn og háttvirtur forsætisráðherra eru að gera góð hluti fyrir þjóðina að mér finnst.

Enda eru formenn stjórnarflokkanna að fylgja samþykktum þingflokka sinna sem samþykktar voru lögformlega af hundruðum félagsmanna sem ályktuðu um þessi mál og kusu um niðurstöðuna.  Og í síðustu þingkosningum dæmdi þjóðin þingflokkumunum  í vil sem nú eru í stjórn landsins og samþykktu þar stefnumál þeirra.  Eitt þeirra var að aðildarviðræðum skyldi hætt og þeim skyldi ekki haldið áfram aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Í þessari stefnu Stjórnarflokkana fólst alls ekki lokorð um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er mín skoðun að ráðherrum ríkisstjórnarinnar beri að framfylgja þessari stefnu þingflokka þeirra og eins og öðrum megin- stefnumálum þeirra.

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur eftirbátur forvera sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband