Vald fjölmiðlanna er mikið.

Undanfarna viku eða þar um bil hefur verið mikið fjallað um fyrirhuguð slit ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við ESB.  Finnst mér að umræðan sé oft neikvæð í garð Ríkisstjórnarinnar og einhliða.  Stjórnarandstaðan leitast eftir því af alefli að koma í veg fyrir að þessi tillaga ríkisstjórnarinnar komist í framkvæmd.  Um helgina var td. að margra mati, stundað málþóf að hálfu stjórnarandstöðuflokkana til að koma í veg fyrir að háttvirtur Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson gæti mælt fyrir tillögu sinni um viðræðuslit við ESB.  Var það að ég hygg til þess að vinna tíma að seinka áframhaldi viðræðna um þetta mál til 10 mars þegar Alþingi kemur aftur saman.  Og skapa þannig betra færi fyrir stjórnarandstöðuna og ESB sinna að vinna gegn Ríkisstjórninni og tillögu hennar um Viðræðuslit við ESB.  Mér finnst Stjórnarflokkarnir og formenn þeirra einkum Háttvirtur Fjármála- og Efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa verið ataðir aur af hálfu fjölmiðlanna Stöð 2, og RÚV sem er ekkert betri.  Finnst mér ranglega vegið að þessum vönduðu stjórnmálamönnum sem mér finnst aðeins vera að uppfylla það sem stjórnarsáttmálinn kveður á um. 

Ég vil minna á að þjóðin valdi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk einmitt vegna andstöðu þeirra við ESB aðild og margra annarra atriða sem snertu hag lands og þjóðar.  Nú er staðan sú að fólk hefur verið að mótmæla á Austurvelli að krefjast þess að stjórnarflokkarnir standi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB.  Hvílík fásinna!  Veit fólk ekki að þessar viðræður eru ekki annað en undirbúningur fyrir aðild og inntaka fjölmargra breytinga og lagasetninga ESB sem ekki verður lokið fyrr en Íslenska samninganefndin hefur samþykkt að ákvarðanavald Íslenskrar stjórnsýslu verði alfarið framselt til ESB!  Þetta snýst ekki um að málin séu rædd og komist að hvað sé í boði og síðan komist að ásættanlegum samningum, td hvað sjávarútveg og landbúnað varðar - Slíkt er aðeins tilbúningur sumra ESB sinna sem á ekki við rök að styðjast. 

Ég vil hvetja Háttvirta Ráðherra Ríkisstjórnarinnar að standa þolgóðir vaktina um velferð þjóðarinnar.  Það er ekki rétt að óánægjuraddir fólks hverju sinni og ranghugmyndir hverju sinni fái að stjórna stjórnmálamönnum sem eru settir til að gæta réttar og hags landsins.  Það á að fylgja stjórnarsáttmála viðkomandi ríkisstjórnar.  Ríkisstjórnin á að fylgja sáttmálanum sem formenn Stjórnarflokkanna gerðu eftir bestu vitund síðasta ár, en fyrir alla muni ekki láta rekast fram og aftur eftir hugmynda-vindum þeim sem fjúka um þjóðfélagið þá stundina og eru tilkomnir vegna neikvæðs fréttaflutnings og rangra hugmynda um eðli svonefndra aðildarviðræðna.  Íslendingar vilja ekki aðild að ESB og það er því óvirðing við ESB að hefja aðildarviðræður sem við meinum ekkert með!


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna undir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband