Íslenska gottið er best - Hraun, Kókosbollur og gamla góða Conga súkkulaðið.

Mig langar til að segja að mér finnst það sælgæti sem framleitt er af innlendum framleiðendum það besta sem ég hef bragðað, og á ég þá við gömlu góðu súkkulaðistykkin:  Hraun og að ég tali ekki um Conga sem er eiginlega besta súkkulaði sem selt er í lengjum.  Bragðið alveg einstakt, með alveg sérstökum bragðhreim sem ég hef hvergi fundið í öðru súkkulaði.  Enda er það búið til úr ljósu súkkulaði sem mér líkar best.  Eitt af bestu perlum Íslensks sælgætis eru Kókosbollurnar, og á ég þá við löngu turnlaga bollurnar sem eru fylltar með hvítu kermi og eru huldar með súkkulaði og kókosdufti.  Eru þær alveg einstaklega ljúfar að bíta í því kremið inn í þeim er alveg eins og hvítt ský.

Mér finnst gömlu góðu Íslensku gottin vera eins og eitthvað yndislegt, sem kemur aftur úr gamla tímanum.  Þau minna mig á þegar ég var ungur að árum og neytti þessara gersema.  Langar mig til að segja að ég sakna gamla góða bláa Ópalsins sem var með alveg sérstakan bragðhreim, vakti hjá mér góðar tilfinningar.

Önnur sælgæti sem mér líkar eru: Prins sem mér finnst enginn eftirbátur Prince Póló,  Íslenska konfektið frá Góu , Lindu og Nóa Síríus.  Mér finnst það mikið betra en Enskt og jafnvel það besta sem Belgar hafa upp á að bjóða.   Maður finnur ekki konfektkassa með öðrum eins molum með sætum, bragðgóðum og marglitum fyllingum hjá erlendum framleiðendum.  Íslenski lakkrísinn er líka það besta sem maður smakkar.

Við þurfum ekki að kaupa erlent sælgæti, það Íslenska er alveg einstakt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband