Í amstri dagsins.

Núna líður senn að jólum.  Fólk er margt hvert í óða önn að undirbúa sig fyrir jólin, kaupa gjafir fyrir sína nánustu, baka jólasmákökur og sinna mörgu sem ekki má gleymast fyrir jólahátíðina, því öll viljum við jú hafa það sem best um jólin.  Eitt er það sem ekki má gleymast í öllu amstrinu og umstanginu, en það er sjálfur tilgangur eða tilefni jólanna.  Um jólin fara margir til kirkju til að hlusta á jólahugvekju hjá prestinum sínum, til að fá yl og ljós jólanna beint í sálartetrið. 

Hinn sanni tilgangur jólanna er að Guð sendi okkur son sinn sem hann lét fæðast sem lítið barn.  Hann lifði hér á jörðu stutt æviskeið svo hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, og að lokum leið hann og dó fyrir syndir okkar, en hann reis upp á þriðja degi.  Jesús Kristur dó fyrir okkur, hann gerðist staðgengill vegna synda okkar, hann tók á sig það sem við höfðum gert rangt.  Hann tók á sig refsinguna sem við verðskulduðum vegna misgjörða okkar.  Hann yfirgaf himnana dýrð og fæddist sem litið barn á meðal vor til þess að hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, hvað okkur ber að gera til þess að öðlast eilíft líf með honum á himnum. 

Jesús sagði "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig".  Jóhannes 14:6.  Við getum ekki frelsað okkur sjálf, við erum í eðli okkar ófullkomin og syndug.  Páll postuli sagði "Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð".  En Guð er auðugur af miskun. hann sendi okkur son sinn til að deyja fyrir syndir okkar.  "Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum".  Rómverjabréfið 8:38-39.  Jesú Kristur er lausnargjaldið fyrir syndir okkar.  "Því að laun syndarinnar er dauði; en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm Drottin vorn".  Róm 6:23.  Fyrir trú á Jesum Krist öðlumst við eilíft líf.  "Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist".  Róm 5:1. 

Fáort hef ég kynnt og útlistað fyrir ykkur fagnaðarerindi Guðs.  Ég vona að þið fáið öll gengið inn í Jólahátíðina með trú á frelsarann Jesúm Krist, og geti fagnað með þúsundum trúaðra um heim allan að Jesús Kristur sé komin til að færa oss gleði og frið.

Kær jólakveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband