Hanna Birna á heiður skilið fyrir gott ávarp á Kirkjuþingi varðandi trú og skóla.

Eins og kunnugt er hefur háttvirtur Innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir tekið þátt í Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar.  Ég var að kynna mér hvað hún hafði að segja í ávarpi sínu sem hún flutti á kirkjuþinginu.  Það hreif mig mjög að hún skyldi taka hlut hinna trúuðu varðandi hvort börn í grunnskólum landsins eigi að fá að heyra kristna trú boðaða í skólum.  Um það sagði hún að hún harmaði að sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafi gert  það að forgangsverkefni að færa trúna sem lengst í burtu frá skólabörnum þessa lands.  Ég afritaði hluta ávarps hennar og birti það hér í bloggfærslu minni.  Því þetta er eins og talað út frá mínu eigin hjarta, því börnin þurfa svo sannarlega á Kristi að halda eins og við öll.  Hérna kemur hluti úr ávarpinu:

"Nokkur umræða hefur verið í samfélaginu á liðnum misserum um gildi og hlutverk kristinnar trúar.

Það er ekkert nema eðlilegt að við sem samfélag skiptumst á skoðunum um slík grunngildi

en sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum.

Ég er ekki sammála þeirri stefnu og það segi ég ekki bara sem stjórnmálamaður -

heldur miklu frekar sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri. Á sama tíma og börnin okkar kynnast flestu ef ekki öllu sem gerist í samfélaginu; heimsækja reglulega á vegum skólans fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, fá í heimsókn boðbera ólíkra sjónarmiða í skólana sína, að því ógleymdu að dvelja flest óáreitt langdvölum í netheimum er Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista samhliða því sem af alvöru er rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.

Á ögurstundum í lífi þessarar þjóðar getur það varla verið forgangsmál að forða börnunum okkar frá boðskap um kristni og kærleika enda hlýtur skólastarf nútímans að eiga að einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu."

kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2013/11/setning-avarp-radherra.pdf

 

 

 


mbl.is Kirkjuþing fái aukin völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband