Bygging nýs Landspítala er ekki tímabær miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs.

Þingmennirnir Kristján L. Möller Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala.

Ég tel það óráðlegt að leggja út í svo kostnaðarsama framkvæmd nú þegar staða ríkissjóðs er ekki sterkari en raun ber vitni.  Slík framkvæmd með tilheyrandi kostnaði sem að öllum líkindum mundi falla á ríkissjóð myndi slá allar áætlanir ríkisstjórnarinnar um efnahagsbata Íslensks efnahagslífs út af borðinu.   Talað er um að kostnaður við nýjan landspítala yrði um 77 milljarðar en sá kostnaður mundi sennilega fara í 100 milljarða króna vegna þess að slíkar kostnaðaráætlanir eru oft of lágt reiknaðar. Flutningsmenn tillögunnar segja að fjármögnun geti komið úr ríkissjóði eða með láni sem væri tekið af ríkissjóði eða í nafni Nýs Landspítala, en hið síðastnefnda væri ósennilegt hygg ég með veika stöðu Landspítalans í huga.  Slík fjárútlát hvort sem er bein greiðsla úr ríkissjóði sem myndi færa Íslenska ríkið niður í svartnætti gífurlegs niðurskurðar og eða ef fjármagnað væri með láni mundi afborganir og vextir valda verulegri byrði fyrir ríkissjóð um ókomin ár.  Og að áætlaður sparnaður 2,6 milljarðar á ári vegna hagkvæmari uppbyggingar nýs spítala muni engan veginn vega upp á móti útborgunum láns og vaxtagreiðslum.  Slík bygging væri ekki eitthvað sem væri byggt í eitt skipti og eftir það mundi duga næstu 50 árin heldur mundi hún úreldast eftir vissan tíma og þurfa sitt viðhald með kostnaði sem því fylgir.

Ég tel að við verðum að notast við núverandi húsnæði Landspítala eitthvað áfram, hvað lengi þori ég ekki að leggja dóm á.  Ég tel að uppbygging atvinnulífsins muni skapa grunn að bættri grunnþjónustu fyrir landsmenn og að hugsanlga verði hægt að byggja nýjan Landspítala með tíð og tíma þegar aðstæður batna. 

Ég tel að Háttvirtur fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp sem muni örva atvinnulífið og hvetji fyrirtæki til vaxtar og ráðningu fleira starfsfólks.  Það hyggst hann gera með einföldun regluverks fyrir atvinnurekstur, lítillega lækkaðs veiðigjalds fyrir útgerðarfyrirtæki ásamt fjölda annarra aðgerða sem eiga að örva atvinnulífið með aukinni fjárfestingu, nýsköpun og fleiri störfum.  Þessar aðgerðir eru mjög mikilvægar því þær munu skila sér í bættri stöðu ríkissjóðs.  Að vísu vil ég segja að framlag til reksturs Landspítala og til tækjakaupa mætti vera hærra og að finna verði fjármagn svo ekki þurfi að taka upp legugjöld.  En fjármálaráðherra hefur sagt að þessi atriði geti tekið breytingum í umfjöllun Alþingis ef fjármagn finnst , svo fremi sem það færi ekki rekstrarhalla fyrir ríkissjóð.


mbl.is Vilja hraða spítalaframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband