Gott að vita að Bjarni Benediktsson hafi valið sér aðstoðarmanneskju við hæfi.

Núna þegar formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa sett saman nýjan stjórnarsáttmála og komið saman hægri stjórn.  Og þeir ásamt flokksmönnum sínum hafa ákveðið hverjir eiga að skipa hin mismunandi Ráðherra embætti,  er eðlilegt að þeir sem skipa ráðherrastóla hinnar nýju ríkisstjórnar, komi sér vel fyrir og velji sér aðstoðarmenn eftir því sem hentar hverjum og einum.   Ég vil lýsa yfir ánægju minni með að fjöldi ráðherra hefur verið aukinn úr 8 í 9 og væntanlega mun sá fjöldi ráðherra fara í 10 þegar fram líða stundir og hentugleikar leifa.  Ég tel að það hafi verið af brýnni þörf sem embætti Heilbrigðisráðherra var endurvakið.

 Það er gott til þess að vita að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármála- og efnahagsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar hefur valið sér aðstoðarmann,  Svanhildi Hólm Valsdóttur. 

Er hún að ég tel hinum bestu kostum prýdd, menntuð í lögfræði og hefur verið framkvæmdastjóri Þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hefur auk þess verið aðstoðarmaður Bjarna sem formanns síðan 2012.  Er gott að hafa einhvern sem hann þekkir vel og getur treyst þegar hann er að hasla sér völl í nýrri ríkisstjórn, og ekki er verra að hafa aðstoðarmann sem er vel kunnug Sjálfstæðisstefnunni og er vel inn í gangi stjórnmálanna vegna þáttöku hennar innan Sjálfstæðisflokksins.

Það er gott að vita að Bjarni og Sigmundur ásamt þingflokk þeirra hafa myndað stjórn og stjórnarsáttmála sem á að koma öllum landsmönnum til góðs.  Þeir hafa að ég tel forgangsraðað hlutum á þann hátt að skipulega sé að verki staðið .  Svo að allir þættir stjórnarsáttmálans fái afgreiðslu sem fyrst.  Á næsta sumarþingi á að fara í að ræða um brýnustu aðgerðirnar til handa fólksins í landinu eins og skattalækkanir, afnám skerðingar þeirrar sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar urðu fyrir 2009, og fjárfestingar atvinnulífsins.  Og á haustþingi á að taka lánamál heimilanna til skoðunnar.  Þetta er allt í góðum gír hjá þeim.

Ég vil uppörva Bjarna og Sigmund í þessu verki þeirra.  Mér finnst þeir vera að standa sig vel og vinna þjóð sinni mikið gagn og koma til móts við þarfir fólksins.

 


mbl.is Svanhildur aðstoðarmaður Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband