Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur?

     Hér fyrir neðan er grein sem skrifuð var af íslenskri konu og birtist í tímaritinu Aftureldingu 1. mai 1965. Á þessi grein fullvel upp á pallborðið hjá fólki í dag vegna þess að margt sem greinarhöfundur talar um á vel við okkar tíma. En það er tengt kristilegu uppeldi æsku landsins og að dregið hefur verið úr kristnifræðikennslu og kristinni innrætingu í grunnskólum landsins.

    Vandamál æskunnar í landi okkar er lýðum Ijóst. Það er sorglegt, að svo gullmyndarlegur æskulýður, sem íslenzk æska er, skuli vera svo rótlaus og reikandi, sem raun ber vitni. En sjálfrar orsakarinnar er ekki að leita hjá hinum ungu, heldur hvernig búið er í pottinn fyrir þá í heimilunum og skólunum. Flest íslenzk heimili í dag, eru guðvana heimili. Þegar skólarnir taka svo við þessum hálfþroskuðu unglingum, sem ekki hafa heyrt talað um Guð í heimilum sínum, nema þá helzt á þann veg, að einlæg Guðs trú, eða persónuleg trúarreynsla hefur verið gerð hlægileg, þá verða þeir eins og rótlaus blóm, sem stormurinn hrekur til og frá.

    Svo koma framhaldsskólarnir, sem virðast vinna markvisst að því að taka Guð frá nemendunum. Ofan á þetta koma svo bókmenntirnar og útvarpið. Allt saman leggst á sömu sveif, að ræna trúnni frá hinum ungu.

    Ungir menn, myndarlegir dragast upp í fangelsum þessa lands. Mér hefur verið sagt, að þeir skipti hundruðum, sem gangi lausir, sem málefnalega hefðu þó þurft að vera undir lás komnir, en fangelsin eru full fyrir. Ég veit mörg dæmi þess, að þegar þessir óhamingjusömu menn hafa talað við þann undir fjögur augu, sem þeir bera trúnað til, hafa þeir játað, að öll barns- og unglingsárin hafi liðið svo fram, að aldrei hafi þeim verið bent á það, að trúin á Guð geti gefið ungum manni kjölfestu.

    Er þetta satt, sem hér stendur?" sagði einn af þessum óhamingjusömu mönnum, við þann sem þetta ritar nú fyrir stuttu, þegar hann benti á vissa ritningargrein, sem hann hafði undirstrikað með rauðum blýanti, rétt áður en ég kom, en hann hafði beðið mig að koma til sín, eftir að hann hafði fengið leyfi yfirvalda til þess. Ritngargreinin, sem hann hafði strikað undir, var um fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi. Ég spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt talað um það, þegar hann var barn og unglingur, að Guð væri miskunnsamur og kærleiksríkur, eins og þessi ritningargrein talaði um. „Nei," sagði hann, um leið og þungt andvarp sté frá brjósti hans. Væri þetta bara einstakt dæmi, fyndist mér að hægt væri að bera það, en það er ekki eitt, þau eru þúsund og aftur þúsund svona dæmi í þjóðfélagi okkar og það frá heimilum, sem við mundum ekki trúa, ef við rækjum okkur ekki á hina köldu staðreynd.

    Það var alveg eins og það hefði getað verið rödd einhvers unga mannsins eða stúlkunnar í röðum okkar óhamingjusömu íslenzku æsku, sem gat að líta í „Göteborgsposten" nú fyrir stuttu. Hróp ungu stúlkunnar, sem skrifar það, er eins og rödd í eyðimörku. Unga stúlkan beinir sínum sárbeittu orðum til þeirra, sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar þar í landi. Við leyfum okkur að taka það upp, hér á eftir, sem hún segir:

    „Þið kvartið yfir hjáguðadýrkun okkar æskufólks. Ykkur finnst hún vera hræðileg. Og það er hún líklega. Þið segist ekki geta skilið, hvers vegna við ungar stúlkur, grátum og æpum, þegar við sjáum „Bítlana" til dæmis! Við skiljum undrun ykkar yfir þessu, að vissu marki, því að við viljum þetta ekki, innst inni. Allt fyrir það getum við ekki útskýrt, hvers vegna við gerum þetta. En eitt er víst, að þið hafið ekki gefið okkur neitt betra. Þið hafið gert allt til þess, að taka frá okkur þann Guð, sem við trúðum á, þegar við vorum börn. Þið fækkið kennslustundum í kristnum fræðum, og takið burtu morgunbænirnar í skólunum. Það eruð þið, sem framleiðið og flytjið inn í landið hinar sóðalegu kvikmyndir og skrifið hinar saurugu ritsmíðar í blöð og sorprit. Þið, sem ættuð þó að vera fyrirmynd okkar. Það eruð þið, sem berið ábyrgðina á því að eggja ímyndun okkar, að kynlífið sé það eina, sem veiti æskunni hamingju. Þið hafið skapað þann heim, sem við eigum að alast upp í, til þess að verða menn og konur, sem dreymir um að lifa hamingjusömu lífi. En komi það svo fyrir okkur, að við förum afleiðis í lífinu, er allri skuldinni skellt á okkur — æskufólkið.

    Við viljum ekki kvarta yfir þjóðfélaginu í heild, heldur yfir þeim mönnum sem bera ábyrgðina á því, hvernig komið er. Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið eruð samtíðarmenn okkar? Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið hafið farið rangt að þegar um uppeldi okkar er að ræða?

    Við viljum ekki eyða lífi okkar í tómleika.   Við viljum lifa hreinu lífi sem hefur ákveðið og fast markmið. En við getum það ekki, vegna þess að við eigum engan grundvöll til að byggja líf okkar á. Hvers vegna tókuð þið frá okkur fyrirmyndina og velsæmið? Hvers vegna urðum við að tilbiðja unga menn, með langt hár, sem ekkert hafa að gefa okkur? Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur, sem við lærðum að elska í sunnudagaskólanum?

Pella.

 


Ríkisútvarpið á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarpsefni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól

Fjöldinn allur af fólki er vægast sagt mjög ósátt við að RUV sýndi myndina Þrestir á föstudaginn langa án þess að merki væru um það í útsendingu að myndin væri ekki við hæfi ungra barna. Í myndinni voru atriði sem ekki áttu erindi við börn innan 12 ára aldurs, þ.á.m. atriði sem sýnir nauðgun á drukkinni stúlku.
Einn sjónvarpsáhorfandi sagði í athugasemd við frétt á Visir.is sem fjallaði um þetta:

"Ég er alveg miður mín að hafa treyst RUV og leyft börnunum mínum að horfa á Þresti þar sem þau sáu hópnauðgun og misnotkun, yngsta barnið 11 ára og leið mjög illa eftir myndina. Ég hefði viljað fá viðvörun. Mér er ekki skemmt".

Kvikmyndin, sem sýnd var að kvöldi föstudagsins langa klukkan 21:20, segir frá unglingnum Ara sem sendur er vestur á firði til að búa hjá föður sínum. Annar sjónvarpsáhorfandi tjáði sig svo í athugasemd:

"Ég hætti að horfa í miðri mynd, hafði ekki löngun til að horfa á misnotkun á ungum dreng, heyrði síðan af framhaldinu sem ekki hljómaði vel. Mér finnst alger skömm af því að sína hana og engin umræða hefur verið um hana hingað til,ég er hissa á því, hefði hún verið meiri ef misnotkunin hefði verið framin af karlmanni."

Á vef Kvikmyndaskoðunar kemur fram að myndin er bönnuð innan 12 ára á grundvelli ofbeldis, kynlífs og ljóts orðbragðs. Í 28. grein fjölmiðlalaga segir að ekki sé heimilt að miðla efni í línulegri dagskrá sem ekki er talið við hæfi barna eftir klukkan 22 á föstudags- og laugardagskvöldum, að því tilskildu að á undan því sé birt skýr viðvörun og það sé auðkennt með sjónrænu merki.

Þetta gengur út yfir allan þjófabálk: siðferðishrunið í Sjónvarpinu og ósvífið inngrip í líf viðkvæmra barna sem fengu enga viðvörun, ekki frekar en foreldrar þeirra, gegn þessari siðspillingamynd í Sjónvarpinu á föstudaginn langa! Er undirritaður ásamt fjölda fólks sem tjáð hefur sig á netinu ósáttur við að RUV sýni klám og fer niður í mestu lágkúru og ómenningu sem hugsast getur á föstudaginn langa. Það er ekki boðlegt að RUV geti ekki haft sjónvarpsefni sem er viðeigandi á föstudaginn langa. Auðvitað á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarps efni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól að minnsta kosti.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Messa og tónleikar á skíðasvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fótspor Jesú – endurbirt grein úr Aftureldingu 1. maí 1939

    “Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var”. Fil. 2, 5. Þegar við hugsum um þessi orð Jesú:
    “Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp krossinn daglega og fylgi mér”. Lúk. 9, 23 , þá megum við oft viðurkenna veikleika okkar. Við lesum um umhyggju Jesú og kærleika til syndara, og þegar hann hefir sagt, að við skyldum feta í fótspor hans, þá vill hann einnig, að við séum með sama hugarfari, sem hann, gagnvart þeim, sem eru í neyð syndarinnar. Við getum spurt okkur sjálf: Höfum við það? Og ef svo er ekki, skiljum við þá og viðurkennum í hjörtum okkar, hver ástæðan er fyrir því. Gerum yið þetta, munum við fyrir Guðs kraft og handleiðlslu fá sigur. Við þurfum að vera helguð Guði, til þess að geta borið þann kœrleika til syndara, sem Jesús vill að við berum. Ef við ekki gerum það, verður hann að hreinsa okkur með sinni agandi hönd, því aðeins þegar við erum honum hlýðin, þá hljótum við bæði auðmýktina og blessunina. Við fáum vitnisburðinn í okkur sjálfum og finnum, að Jesús býr í hjörtum vorum. Þetta getur kostað baráttu og. stríð, en við skiljum, að auðmjúkum veitir hann náð, og þá fær Guð líka að leggja neyð og kærleika niður í hjörtu okkar fyrir þeim, sem ganga veg syndarinnar. En við verðum að vita, að í okkur sjálfum erum við ekkert. Við verðum ætíð að vera undir leiðslu Andans, og okkar eigin innri maður hvern dag að vera krossfestur með Jesú. Það er undursamlegt, þegar Jeaús fær að leiða og skapa slíkan kærleika í einu syndugu mannshjarta.

    Þegar Guð hefir fengið að leggja slíkan, kærleika niður í hjörtu okkar, þá gefur hann okkur einnig leiðbeiningu til að vinna fyrir hann. Gerum við það? Ekki getum við öll verið prédikarar og unnið fyrir Drottinn á þann hátt. En Guð getur notað okkur, hvar sem við erum og hvað sem við gerum, ef hann aðeins fær okkur undir vilja sinn. Það er í okkar daglega lífi, sem hann vill nota okkur, sérstaklega á meðal þeirra, sem við umgöngumst. Þar skal vitnað um að við eigum þetta undursamlega líf í Guði. Ekkert talar jafn skírt til hinna ófrelsuðu, sem það, þegar við, Guðs börn, virkilega erum helguð Guði og lifum sigrandi lífi í samfélaginu við hann. Þeir líta til okkar og taka eftir jafnvel því minnsta. Til þess hafa þeir líka fullkominn rétt. Þeir spyrja eftir sönnum kristindómi í öllum okkar orðum og verkum. Við höfum því öll, Guðs börn mikið verksvið í víngarði Drottins. En erum við þar nægilega á verði? Höfum við nógan kærleika? Þegar við mætum á vegi okkar einum af þeim, sem liggur undir lastavaldi syndarinnar. Hvað gerum, við þá? Dæmum við hann, eða finnum við hið góða hjá honum og tölum við hann í kærleika? Eigum við annríkt með að biðja fyrir honum, eða frekar við að sjá galla hans, þá verður hann beiskur, sem leitt getur til algerðrar forherðingar. Aftur á, móti, ef við tölum við hann með hugarfari Krists, munum við fremur vinna hann fyrir Drottin.

    Hið áhrifaríkasta gagnvart slíkum mönnum er. að við mætum þeim með þeirri hugsun og bæn að finna hið góða hjá þeim og um leið benda þeim á að í Guði geti þeir fengið sigur yfir sínu synduga lífi. Víð erum, öll dýrkeyptar sálir fyrir Guði, og við vitum ekki, hvað býr í einni slíkri sál, en ég er viss um, að oft býr þar löngun eftir að yfirgefa hið gamla líf. En svo kemur freistarinn og telur þeim trú um, að það sé svo afar erfitt að snúa við. Þeir óttast heiminn, er hann lítur þá dæmandi augum. Þegar við tölum við þessa menn, verðum við ætíð að hafa það hugfast, að þeir eru andlega blindir. Þegar svo er, megum við ekki dæma þá„ Minnumst þess, sem Jesús sagði, þegar komið var með hina syndugu konu til hans. Jóh. 8: 7—11.

    Það er létt að bera kærleika til þeirra, sem gera okkur gott, eða sem við lítið erum með, en það er erfiðara að bera kærleika til, þeirra, sem við daglega erum með, og sem ef til vill baktala okkur og annað verra. Hvernig er afstaða okkar til þeirra? Elskum við þá? Biðjum við fyrir þeim? Ó, hversu við þurfum kærleika og vísdóm frá Guði, til, þess að á hverju augnabliki að vera hógvær, og elska ekki með orðum eða tungu, heldur í verki og sannleika. Þeir, sem eru oss vinveittir, eru eðlilega undrandi yfir að við skulum þrá, og elska þá, sem standa á móti okkur. Við verðum að vera vakandi og rannsakandi okkur sjálf, hvort við höfum ávextí Andans í lífi okkar. Daglega megum við vænta kraftar frá, lífsuppsprettunni, frá honum, sem er kærleikur, og er við heyrum hina aðvarandi rödd Andans og hlýðum leiðbeiningum hans, munum við sjá, að við getum sigrað. Guði sé lof og dýrð! Ó, mættum við öll vera tendruð af eldi kærleikans, svo ekki fengi rúm hjá oss einn neisti frá heiminum! Þá getum við mætt hinni hörðustu mótspyrnu, þá gætum við sáð kærleika umhverfis okkur, jafnvel þó við mætum hinu bitrasta hatri. Ó, að kærleiki Krists mætti í okkur yfirgnæfa allt hið illa, sem mætir okkur í heiminum! Það er margt, sem mætir okkur, sem okkur tekur sárt. Við hryggjumst oft yfir lífi vina vorra og erum misskilin af þeim, svo þeir jafnvel forsmá okkur. Já, það er sárt. En hlýðum á rödd Andans: “Elskið þá, biðjið fyrir þeim”. Biðjum Guð að gefa okkur meðaumkun með þeim, og hugsum um, að við sjálf ekki forsmáum neinn. Við skulum ekki vera upptekin við að líta á aðra, en við skulum líta á Jesúm Krist, já, hverja stund, þá mun gleði og lofsöngur fylgja okkur á leið vorri, jafnvel þó vegurinn liggi gegnum marga erfiðleika og hina sárustu þyrna. Við höfum nóg í honum einum, honum aleinum og hann lítur til hjartnanna. Þökkum Guði, þegar við finnum okkur í þeirri afstöðu, að við aldrei viljum nema staðar á göngunni með Jesú, en við ætíð viljum keppa lengra fram, eftir meiri helgun — meira ljósi, og þegar okkur sýnist verða svo lítill sigur, verður sorg í hjörtum vorum en það er heilög sorg, heilög þrá, sem hvetur okkur til sigrandi lífs með Jesú, honum, sem gerir okkur sterk.

    Ó, það er undursamlegt að ganga í skóla Andans! Það er dýrlegt að vera undir ögun Drottins, svo hann fær að fylla okkur meira og meira með sínu yfirfljótanlega lífi! Það er undursamlegt að sitja við fætur Jesú og hlusta á, hvað hann hefir að tala til hjartna vorra! Verum við krossinn, þvi þar fáum við þann kraft sem við þörfnumst fyrir hverja stund. Ó, hve við megum lofa Guð, við sem höfum fengið hlut í hinni. miklu náð! Kæru vinir, látum okkur ætíð vera á verði, svo okkar kæri Frelsari megi verða dýrlegur í lífi okkar, og sálir manna dragist til Guðs.

S. V.


mbl.is „Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorið á böndin

    Nokkrir fiskimenn voru úti á hafi að veiða fisk.  Þegar þeir voru búnir að leggja netin, vörpuðu þeir akkerum í vík einni.  Fljótlega veittu þeir því athygli, að báturinn byrjaði að hreyfast.  Hraðar og hraðar rann hann áfram í áttina að skeri, sem var umlukt af fjölda hættulegra blindskerja.  Þeir skildu nú, að stórfiskur — hvalur — hafði komist í akkerisfestina og dró þá nú með sér út í opinn dauðann.

    Hvað áttu þeir til bragðs að taka?  Ekki var nein leið að höndla hvalinn.  Einasta björgunin var, að skera á festina.  Með nokkrum erfiðismunum heppnaðist þó þetta, og þeir sneru nú öruggir til lands.

   Þetta er mynd upp á það, sem oft kemur fyrir í lífinu.  Þegar við álítum okkur óhult, hrífumst við allt í einu af einhverju, verðum eins og tekin til fanga, og drögumst nær og nær tímanlegri og eilífri glötun.  Einhver lokkandi villa eða syndavani, slæm lund, léttúð, slæmur félagsskapur o.fl. o.fl. heldur okkur fjötruðum og dregur okkur fet fyrir fet nær grunninu.

    Ó , skerðu á böndin! Skildu þig frá öllu, sem freistar.  Og ger það nú þegar. öll bið er hættuleg. Því nær sem þú kemur að grunninu, þess vísari glötunin."

Afturelding 1. mars 1967.


mbl.is Er einkvæni náttúrulegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skaðar það börnin á neinn hátt að fá að heyra Guðs Orð

Í könnun sem nú stendur yfir á Dv.is þar sem spurt er; “Á að leyfa kirkjuferðir skólabarna á skólatíma” kemur fram að 66,5% eru því fylgjandi en 33,5% á móti. Kirkjuheimsóknir eru á vegum skólanna og fara fram í fylgd og viðveru kennara. Eru vettvangsferðir mikilvægur hluti skólastarfs á öllum skólastigum sem fara fram í ýmsum kennslugreinum því kennslustofan getur ekki komið í staðinn fyrir vettvangskynningu eins og fjöruferð, á sögustað eða til kirkju..

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Kristnin er snar þáttur í menningu og sögu þjóðarinnar. Kynning og fræðsla um kristni innan skólakerfisins er ein af forsendum skilnings á menningararfi Íslendinga. Menningarlæsi og þekking á ýmis konar táknmáli, hugtökum og tungutaki í bókmenntum, listum og öðrum þáttum menningarinnar er meðal annars undir slíkri fræðslu komin. Í umræðuni um kirkjuferðir og trúarlega fræðslu er oft blandað saman trúarlegri fræðslu og trúboði eða áróðri.

Hér fyrir neðan er góð athugasemd frá manni sem ekki vildi láta nafn síns getið við bloggpistil sem ég birti 2013.

“Æfaforn trúarrit flokkast ekki undir "áróður". Þú þarft að læra Biblíuna hvort sem þú lærir guðfræði, bókmenntir eða mannfræði, svo bara örfá fög séu lesin. Þú telst aldrei meðal fólks með grunnþekkingu samkvæmt stöðlum yfirstéttarinnar hafir þú ekki lesið þessa bók. Meira að segja yfirstéttir Indlands og Kína lesa hana. Biblían er nauðsynleg fyrir skilning á vestrænni sögu, félagsgerð, heimspeki (sérstaklega þýsku heimspekingunum, nær öllum), , listasögu og fagurbókmenntum og telst sjálf á köflum, svo sem Jobsbók, til 100 helstu bókmenntaverka sögunnar, sem bókmenntaverk (ekki sem trúarrit), og því hafa allir vellæsir menn á fagurbókmenntir lesið hana. Biblían er sameign mannkyns. Lestur hennar er sérstaklega mikilvægur fyrir börn innflytjenda sem tilheyra annarri trú, svo þau nái betur að skilja þá menningu sem þau lifa og hrærast í, en fari ekki halloka, alveg eins og maður sem elst upp í löndum Araba en þekkir ekki Kóraninn á engan séns á að komast nokkurn tíman inn í samfélagið eða skilja nágranna sína til fulls. Það kemur trúnni ekkert við, heldur áhrif trúarinnar á menninguna. En eins og allir félagsfræðingar hafa bent á halda þau áhrif áfram löngu eftir, hundruðum ára eftir, að kirkjusókn dvín eða hættir. Trúarbrögð geta jafnvel haft meiri áhrif eftir að þau "hverfa". Við verðum leiksoppar þeirra áhrifa en höfum ekki það val að hafna þeim nema við sjálf lesum frumritin. því það sem er ómeðvitað er sterkar því sem er meðvitað. Vinnusiðferði venjulegs Íslendings og annarra Vesturlandabúa kemur til að mynda úr mótmælendatrú, og um það hefur fjöldi trúlausra félagsfræðinga, svo sem Weber, fjallað. Sá sem ekki þekkir þennan uppruna verður alltaf bara strengjabrúða, og getur ekki sjálfur valið að gangast við honum eða hafna honum. Hann verður bara á valdi hans án þess að vita um hvað málið snýst. Hvort hann sæki kirkju eða ekki kemur málinu ekkert við. Lesið bara Weber... “


Atlaga að tjáningarfrelsinu

Vei þeim sem ákæra saklausan mann fyrir það að standa með sannleika Guðs Orðs.

"Sá sem sekan sýknar, og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð."

Orðskviðirnir 17.15


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið öllum æðra

Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist.  Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús.  Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.

Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús:  "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."

Þetta hafði áhrif.  Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.

Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins:  "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."  Þetta hafði stórkostleg áhrif.  Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður.  Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.

Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar.  Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar.  Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni.  Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir.  Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists.  Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.

Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú.  Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir.  Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús.  Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús.   Þessvegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.

Andstaðan varð sigruð.  Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga.  Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.

Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna.  Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi.  Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast.  Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er berta en nafnið Jesús.

Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir."  Heb.13,8.  Ákallaðu Jesú nafn.  Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.

Afturelding 4. tbl. 1985.  Karl Erik Heinerborg.  Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.


mbl.is Mansal þrífst á ólíklegustu stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framar ber að hlýða Guði en mönnum

Hérna er endurbætt og stækkuð útgáfa af pistli mínum sem birtur var í Kristblogginu sl. föstudag.

Samkvæmt frétt í Visir.is í dag “ályktaði Kirkjuþing án mótatkvæða að prestum þjóðkirkjunnar væri óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylltu þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap”. Gerir þetta að engu rétt presta til þess að fylgja eigin samvisku eða trúarsannfæringu.

Prestar þjóðkirkjunnar gangast undir embættiseið í upphafi prestmennsku sinnar þar sem þeir heita því að boða Guðs orð hreint og ómengað. Biblían kennir berlega að hjónaband sé á milli karls og konu og að halda einhverju öðru fram er rangfærsla á Guðs orði.  

Kirkjunni ber ekki undir neinum kringumstæðum að gera málamiðlanir í kennslu sinni eða athöfnum til að koma til móts við þann tíðaranda sem ríkir í þjóðfélaginu hverju sinni.  

Það er með öllu óásættanlegt að þjóðkirkjan hafi látið undan vilja lítilla þrýstihópa, aðgangshörðum fjölmiðlamönnum, pólitíkusum og eigin róttæklingahópi fremur en Guði. Og víki þannig frá tryggð við Orð Guðs. Áður fyrr var viðhorfið hér á landi að þar sem greindi á Guðs lög og manna lög þá skyldu Guðs lög gilda. Nú hefur þessu verið snúið við.  Nú ætlar þjóð­kirkj­an að lúta í duftið fyrir vilja Sam­tak­anna 78 og nýrra hjú­skaparlaga sem ganga í ber­högg við kristna og postul­lega siðferðis­hefð.

Finnst mér að orð Péturs og hinir postulanna þegar þeim var fyrirmunað að boða fagnaðarerindið í Jerúsalem eiga við vel hér: “Framar ber að hlýða Guði en mönnum”. (Post 5,9) Fyrr í sömu bók þegar Pétur og Jóhannes höfðu verið kallaðir fyrir ráð æðstu prestanna, höfðingjanna, öldunga og fræðimanna, sem "bönnuðu þeim algjörlega að tala eða kenna í Jesú nafni” svöruðu þeir: “Dæmið sjálfir, hvort það sé rétt fyrir augum Guðs að hlýðnast yður fremur en Guði” (Post. 4.19)

Er til of mikils mælst að, Kirkjuþing, prestar og biskupar Þjóðkirkjunnar fari eftir þessum orðum Nýja testamentisins í stað þess að beygja kirkju sína undir veraldarhyggju sem stríðir gegn trú og siðum kristinnar kirkju í nærfellt 2000 ár? Með samþykkt samvizku-nauðungarinnar, á Kirkjuþingi, er líklega lengra gengið í róttækri kristindóms-andstöðu í þessu máli en í nokkurri annarri kirkju í heiminum.

Orð Guðs ber að vera sú mælistika sem þjóðkirkjan miðar starf sitt og kennslu við.




Ekki er gott að Ungir sjálfstæðismenn vilji brjóta niður kristin gildi í landinu þar á meðal tengsl ríkis og kirkju.

Leitt var að lesa grein í Mbl.is í fyrradag þar sem greint er frá að Ungir Sjálfstæðismenn vilji leggja fram á næsta aðalfundi að hjónavígslur færist alfarið í hendur sýslumannsembætta.  Og að í framhaldi af því verði hafin vinna við að aðskilja ríki og kirkju.  Einnig stendur vilji til þess að afglæpavæða eiturlyfjaneyslu og að heimila samkynhneygðum karlmönnum að gefa blóð.  En við því síðastnefnda eru skýr rök fyrir að slíkt teflir í hættu heilbrigði fólks sem þiggir blóð.

Ég veit eiginlega ekki hvert í stefnir hjá Sjálfstæðisflokknum og einkum þeim yngri þeirra á meðal.  Flokkurinn sem ég taldi aðhyllast kristin gildi er nú að beita sér gegn góðu fyrirkomulagi sem reynst hefur vel; að láta kirkjur sjá um hjónavígslur.  Unga fólkið í flokknum vill nú láta þrýsting minnihlutahóps í þjóðfélaginu fá sig til að leggjast gegn þjóðkirkjunni og taka hjónavígslur úr hendi hennar.  Er ekkert heilagt í huga þeirra?  Er veraldarhyggjan sem ég skilgreini sem vilji til þess að gera það sem fólki hentar án þess að taka tillit til Guðs eða það sem Orð Guðs segir, búin að taka yfir í hugum þeirra?  En þau vilja feta í spor vinstri manna og vantrúarfólks að krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju.  

Ungt sjálfstæðisfólk vill rífa niður það sem hefur verið við lýði um langan aldur og hefur reynst vel.  Að þjóðkirkjan sé samofin ríkisvaldinu. Hún er reyndar sjálfstætt starfandi samkvæmt stjórnarskrá en studd af ríkinu.  Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel því ef litið er út frá praktískum sjónarmiðum; þá sér hún um útfarir sem vantrúaðir og fólk í ýmsum frísöfnuðum nýta sér.  Og að maður tali nú ekki um hjónavígslur í kristnum sið sem til stendur að taka frá þjóðkirkjunni.

Kristin trú er ekkert sem við eigum að skammast okkar fyrir eða virða að vettugi.  Jesú Kristur gaf líf sitt fyir okkur svo að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Eins og ég minntist á fyrir ofan þá vilja yngri sjálfstæðissinnar að refsilöggjöf verði afnumin fyrir eiturlyfjaneyslu.  Væri þetta mikið óheillaskref til baka fyrir Íslendinga því þetta væri síður en svo til að hjálpa þeim sem þessari fíkn hafa ánetjast.  Því að fíkniefnaneysla er stórhættuleg ungmennum sem og eldri og margir hafa fallið fyrir þeim vágesti.  Stjórnvöldum ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að fólk hefji neyslu vímuefna og að hjálpa þeim sem ánetjast hafa.

Ég vil hvetja ungt sjálfstæðisfólk að sjá að sér og snúa frá þeirri óheillabraut sem mér sýnist þau vera komin inn á.  Og ekki síst þeir sem eldri eru því sjálfur formaðurinn, háttvirtur fjármálaráðherra; Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir einu máli sem stríðir á móti góðu kristilegu siðferði og öryggi kvenna; afglæpavæðingu vændis árið 2007.  Ég vildi óska að flokkurinn sem ég hef fylgt frá unglingsárum stefni inn í braut kristilegs siðgæðis og heilinda.

Ég tel að það sé kominn tími á það að nýtt kristilegt stjórnmálaafl sjái dagsins ljós á Íslandi.

Ég vil benda á góða grein Guðmundar Pálssonar Læknis varðandi Sjálfstæðisflokkinn hér.

 


mbl.is Hjónavígslur aðeins hjá sýslumanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónavígsla er trúarleg athöfn sem ekki ber að færa úr höndum Þjóðkirkjunnar

Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag lét Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa eftir sér að hjónavígsla sé "löggjörningur" sem hafi "réttaráhrif.  Og svo vitnað sé áfram í orð hans að "Ein­hverra hluta vegna hafa ýms­ir í frjáls­um fé­laga­sam­tök­um heim­ild til að fram­kvæma þenn­an lög­gern­ing. Með því eru þeir op­in­ber­ir sýsl­un­ar­menn."

Ég verð að segja að hjónavígsla er trúarleg athöfn sem ekki ber að taka úr höndum kirkjunnar manna.  Að færa þessa athöfn niður á veraldlegt plan og láta embættismenn utan þjóðkirkjunnar og annara kristinna trúfélga sjá um þessa athöfn er vanvirðing við kristna trú og Guðs Orð.  

Hjónabandið er heilög stofnun, fundin upp af Guði, sem er sagt fyrir um í Biblíunni.  En í Matteus 19,5 stendur; "Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður."

Þjóðkirkjan má teljast lánsöm að hafa tvo biskupa sem ekki láta veraldlegar hugmyndir færa sig út af laginu varðandi það að prestar fái að halda samviskufrelsi sínu þegar kemur að því að ákveða hvort þeir gefi saman tvo einstaklinga af sama kyni.  Þau eru Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.  

Það er mikilvægt að Þjóðkirkjan láti ekki bifast þegar veraldarhyggjan og vantrúaröflin gera atlögu að kristinni trú í landinu og því sem Orð Guðs heldur fram.  Páll postuli sagði í bréfi sínu til Tímóteusar; "til þess að þú skulir vita, ef mér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans".  1 Tím 3,15  

Eigum við að láta tíðarandann ráða för þegar kemur að þjónustu kirkjunnar manna? - eða að láta Guðs orðið ráða för?  Eins og Páll sagði á kirkjan að vera stólpi og grundvöllur sannleikans.  Kristið fólk og kristin kirkja eiga að vera ljós og salt í heiminum.  "Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum".  Matteus 5,13

Guð gefi Þjóðkirkjunni og hinum kristnu söfnuðunum náð til þess að vera salt og ljós í heiminum og halda fast við sannleikann sem er Guðs Orð.


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband